Drífa starfar sem stjórnendaráðgjafi og verkefnastjóri í rekstri og upplýsingatækni.
Hún hefur mikla reynslu í framleiðsluskipulagningu, stýringu aðfangakeðjunnar og ferlagreiningu og notar hvert tækifæri til að nýta sér upplýsingatækni til að auka framleiðni og skilvirkni hjá stærstu fyrirtækjum landsins.
Hún hefur farsæla reynslu af verkefnastýringu í upplýsingatækni bæði hérlendis og erlendis. Verkefnin hafa ýmist verið þróunarverkefni, umbótaverkefni á sviði ferla og/eða upplýsingatækni eða innleiðingaverkefni á viðskiptakerfum.
Hagnýt menntun Drífu hefur hjálpað henni að setja sig fljótt og vel inn rekstur fyrirtækja og átta sig á mikilvægum þáttum í farsælli stýringu verkefna. Drífa er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.