Forstjóralaunagreining

Laun forstjóra hafa bein áhrif á samkeppnishæfni og rekstrarárangur. Hjá Intellecta bjóðum við sérhæfða greiningu á forstjóralaunum sem veitir stjórnendum traustan grundvöll til ákvarðana um launastefnu og samkeppnisstöðu.

Gögn og innsýn fyrir markvissa ákvarðanatöku

Laun forstjóra hafa bein áhrif á samkeppnishæfni og rekstrarárangur. Intellecta styður stjórnendur með sérhæfðri þjónustu á sviði forstjóralauna með tveimur meginleiðum:

  • Sérsniðnar skýrslur um forstjóralaunaviðmið fyrir fyrirtæki og forstjóra sem vilja fá skýra mynd af markaðsviðmiðum.

  • Árlega skýrslu um forstjóralaun hjá fyrirtækjum í Nasdaq Iceland kauphöllinni sem veitir dýrmæta innsýn í launaþróun stjórnenda skráðra félaga á Íslandi.

Teikning: Gagnatrend
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Forstjóralaunaskýrsla byggð á gögnum frá 2024 er komin út

Í árlegri skýrslu Intellecta um forstjóralaun hjá félögum í Nasdaq Iceland kauphöllinni er greint frá helstu þáttum sem skýra mun á launum forstjóra, meðal annars stærð fyrirtækja og samanburði milli skráðra og óskráðra félaga. Skýrslan byggir á gögnum úr ársskýrslum frá árinu 2024 og öðrum tengdum gögnum frá því ári.

Skýrslan inniheldur einnig greiningu á umbunarkerfum stjórnenda og stjórnarlaunum byggða á opinberum gögnum. Með þessum upplýsingum fá stjórnendur og stjórnir traustan grundvöll til að taka upplýstar ákvarðanir um launasetningu og umbunarkerfi í takt við þróun markaðarins.

Hvað felst í skýrslunni?

Samanburður á launum forstjóra eftir stærð fyrirtækja

Greining á launamun milli skráðra og óskráðra félaga

Yfirlit yfir umbunarkerfi stjórnenda

Greining á stjórnarlaunum

Viðmið fyrir launasetningu í samanburði við önnur fyrirtæki

Hvernig nýtist skýrslan?

Með því að nýta gögnin úr skýrslunni geta stjórnendur og stjórnir:

  • Fengið skýra mynd af markaðsviðmiðum fyrir forstjóralaun

  • Greint eigin launasetningu í samanburði við sambærileg fyrirtæki

  • Stutt stefnumótun í umbunarkerfum og launaviðræðum með traustum gögnum

Sóllilja Rut að skoða texta og brosir breitt á meðan Baldur Jónsson situr hjá
Teikning: gagnaskýrsla og maður stenur hjá

Pantaðu skýrsluna og fáðu forskot í ákvörðunum

Verð: 275.000 kr. án vsk.

Hver skýrsla er sérmerkt kaupanda og eingöngu ætluð til innanhússnotkunar.

Forstjóralaunaskýrslan kemur út í mars á hverju ári. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að kaupa skýrslu eða afla þér upplýsinga um hana.

Við veitum frekari upplýsingar

Kristján Einarsson, prófíl mynd

Kristján B. Einarsson