ITIL 4 ítarefni

Hér finnur þú ítarefni um ITIL 4. Myndir, skýringarefni og verkfæri sem sýna hvernig aðferðafræðin nýtist í raun og veru í rekstri og þjónustu.

Fjórar þjónustuvíddir ITIL 4 mynda grunn að árangursríkri þjónustustjórnun

Þjónustuvíddir ITIL 4 veita heildstæða sýn á hvernig þjónusta verður til og þróast. Þær hjálpa fyrirtækjum að samræma ferla, fólk, tækni og samstarfsaðila þannig að þjónustan skili raunverulegu virði. Við hjá Intellecta nýtum þessa víddarsýn til að greina stöðu, hanna vegferð og stýra breytingum sem skila árangri. 

ITIL 4 Factors
ITIL 4 grafík sem sýnir 7 kassa

Leiðarljós ITIL 4 sem styðja við sveigjanlega og árangursdrifna þjónustustjórnun.

Guiding principles ITIL 4 eru hagnýt og sveigjanleg viðmið sem hjálpa fyrirtækjum að taka betri ákvarðanir, vinna saman og bæta þjónustu á markvissan hátt. Við hjá Intellecta nýtum þessi leiðarljós til að styðja við breytingar sem skila raunverulegum árangri. Ekki bara í ferlum, heldur í upplifun og virði. 

Service Value System (SVS). Rammi sem tengir saman virði og aðgerðir

Service Value System í ITIL 4 sýnir hvernig öll þjónustustarfsemi vinnur saman að því að skapa virði allt frá stefnu og stjórnun til ferla og samfelldra umbóta. Við hjá Intellecta nýtum SVS sem leiðarljós í ráðgjöf, þar sem við kortleggjum virðisstrauma, greinum tækifæri og stýrum breytingum sem skila raunverulegum árangri. 

ITIL 4 Architecture skýringarmynd

Við veitum frekari upplýsingar

Huldar Örn Sigurðsson profile mynd

Huldar Örn Sigurðsson