Kjarakönnun Intellecta

Kjarakönnun Intellecta veitir fyrirtækjum trausta og nákvæma innsýn í markaðslaun á íslenskum vinnumarkaði. Hún byggir á ítarlegum og áreiðanlegum gögnum sem stjórnendur geta treyst til að taka upplýstar og markvissar ákvarðanir í launamálum.

Þjónustugátt

Fyrirtæki sem taka þátt í Kjarakönnun Intellecta fá aðgang að þjónustugáttinni þar sem niðurstöður og greiningar eru aðgengilegar. Þar má finna gagnasafn Kjarakönnunar með skýrum yfirlitum og sérsniðnum samanburði sem hjálpar stjórnendum að taka upplýstar ákvarðanir.

Fáðu skýra mynd af launakjörum stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks

Kjarakönnun Intellecta er ein stærsta og umfangsmesta á Íslandi og veitir áreiðanlegar upplýsingar um launakjör um 12 þúsund stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks.

Intellecta kaupir og gefur penna til viðskiptavina en við notar þá ekki innanhúss þar sem Intellecta er pappírslaust fyrirtæki

Þátttaka í Kjarakönnun Intellecta veitir fyrirtækinu þínu

  • Aðgang að áreiðanlegum og notendavænum markaðsgögnum um launakjör á Íslandi eftir starfssviði, ábyrgð og fleiri breytum
  • Innsýn í hvernig launakjör eftir starfssviði og ábyrgð standa í samanburði við markaðinn og við þau viðmiðunarfyrirtæki sem þú velur
  • Mat á því hvort launastefna fyrirtækisins skili árangri í samanburði við markaðinn
  • Yfirlit yfir hvaða fyrirtæki þú berð þig saman við
  • Greiningu á þróun launakjara milli ára
  • Upplýsingar um útbreiðslu og gerð breytilegra skammtíma- og langtímaárangurs-launakerfa
  • Örugga og trúverðuga meðhöndlun allra launaupplýsinga
Teikning: maður stendur við hlið skjámyndar

Launastefna sem byggir á innsýn, ekki tilfinningu

Með kjarakönnun Intellecta færðu traust gögn sem gera stefnu þína skarpari og árangursríkari.

Teikning: Örugg innskráning og kona stendur hjá

Áreiðanleg gögn og öruggur aðgangur

Gögnin í kjarakönnuninni koma beint úr launakerfum þátttökufyrirtækja sem tryggir nákvæmni og traust á niðurstöðum. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar óháð því hvaða launakerfi er notað og einungis þátttakendur fá aðgang að þeim.

Við veitum frekari upplýsingar