Ráðgjöf


Við leggjum okkur fram um að ráðgjöf okkar skapi virðisauka og því nálgumst við viðfangsefnin á skipulegan og markvissan hátt og virkjum þá þekkingu sem nauðsynleg er til lausnar verkefna.

​Við leggjum okkur fram um að veita ráðgjöf sem skapar virðisauka

Við veitum ráðgjöf á sviði rekstrar, upplýsingatækni og fræðslu. Þetta felur jafnframt í sér að við veitum ráðgjöf og aðstoð við að halda ferlum, hæfni og tækni í jafnvægi og virkri framþróun í takt við tíðarandann og þróun umhverfisins. 

Því nálgumst við viðfangsefnin á skipulegan og markvissan hátt og virkjum þá þekkingu sem nauðsynleg er til lausnar verkefna.

Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs

Fyrirtæki reyna öll að vinna vel úr þeim aðföngum sem þau hafa aðgang að. Með skýra framtíðarsýn, útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku allra starfsmanna geta stjórnendur fyrirtækja skapað fyrirtæki sínu þá sérstöðu sem þarf til að það njóti velgengni. Stöðug aðlögun fyrirtækisins að breyttum aðstæðum og hagræðing starfshátta er forsenda þess að viðhalda góðum árangri.

Ráðgjöf til að takast á við breytingar

Stjórnendur stofnana leita náðarlaust leiða til að nýta fjármuni sem best. Þekkt er að umfang verkefna vex jafnt og þétt með nýjum lögum og reglugerðum, en samtímis eru settar fram kröfur um óbreyttan kostnaðar eða jafnvel lækkaðan.

Intellecta vinnur náið með stjórnendum við að takast á við þær áskoranir sem  fyrirtæki og stofnanir þeirra standa frammi fyrir.

Skylt efni og verk

Við veitum frekari upplýsingar:

Einar Þór Bjarnason

[email protected]

Guðmundur Arnar Þórðarson

[email protected]

Guðni B. Guðnason

[email protected]

Kristján B. Einarsson

[email protected]