Ráðgjöf

Intellecta býður upp á fjölbreytta ráðgjöf á sviði stefnumótunar, stjórnskipulags, árangursstjórnunar, ferla, upplýsingatækni, mannauðsmála og ráðninga. Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að innleiða lausnir sem henta þeirra þörfum og stuðla að vexti og umbótum.

Teikning: Fólk að gefa fimmu úti

Ráðgjöf sem skilar árangri

Hjá ráðgjöf Intellecta tengjum við stefnu, fólk, ferla og tækni í eina heildstæða vegferð sem skilar mælanlegum niðurstöðum. Við vinnum þétt með stjórnendum og teymum til að móta skýra sýn, forgangsraða verkefnum og ná fram varanlegum umbótum í rekstri.
 
Nálgunin okkar er hagnýt, gagnadrifin og byggir á reynslu úr ólíkum atvinnugreinum, þar sem markmiðin eru ávalt skýr: að auka skilvirkni, bæta upplifun starfsfólks og viðskiptavina og styðja við sjálfbæran vöxt.

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur.

Framþróun í jafnvægi

Virk framþróun er nauðsynleg í takt við tíðarandann og þróun umhverfisins. Í framþróun þarf að halda ferlum, hæfni og tækni í jafnvægi.

Að takast á við breytingar

Með skýra framtíðarsýn, útsjónarsemi, þrautseigju og virkri þátttöku starfsmanna geta fyrirtæki skapað þá sérstöðu sem þarf til að njóta velgengni.

Við tengjum stefnu, fólk, ferla og tækni í eina vegferð

Skýr stefna er grunnurinn að árangri. Við hjálpum fyrirtækjum að móta mannauðs-, upplýsingatækni- og öryggisstefnu sem tengist ferlum og skipulagi. Við leggjum áherslu á hnitmiðaðan vegvísi sem gerir forgangsröðun og ákvarðanir einfaldari.

Umbreytingar gerast í gegnum fólk. Við styðjum stjórnendur við að efla menningu, hæfni og leiðtogafærni með vinnustofum og mannauðsráðgjöf. Markmiðið er að skapa þátttöku og traust svo stefnan verði að veruleika.

Sterkir ferlar tryggja stöðugleika. Við kortleggjum lykilferla, fjarlægjum flöskuhálsa og innleiðum aðferðir eins og ITIL 4 og agaða verkefnastjórnun til að ná hröðum og varanlegum umbótum.

Tækni á að styðja við markmið. Við veitum óháða ráðgjöf, aðstoðum við val og innleiðingu lausna og bjóðum CIO til leigu fyrir fyrirtæki sem vilja hraða á ákvarðanatöku og tryggja öryggi.

Við lítum á umbreytingar sem skrefaskipta vegferð: greining, tilraun, lærdómur og útbreiðsla. Þannig minnkum við áhættu, flýtum ávinningi og tryggjum að lærdómur nýtist milli áfanga.

Teikning af manni sem horfir á staur með leiðarmerkjum og kort

Algengar þjónustur

Með náinni samvinnu og skipulagðri breytingastjórnun má ná fram hagræðingu og betri vinnubrögðum.

Stafrænar lausnir

Við hjálpum viðskiptavinum okkar að finna og innleiða stafræna lausn sem mun skila sér í aukinni skilvirkni.

Mannauður er ein dýrmætasta auðlind fyrirtækja og grunnurinn að velgengni. Sérsniðin þjónusta eftir þörfum.

Vísar skipurits, samheldni, samvinnu, fyrirtækjabrags og umbunarkerfa sem nýtt stjórnskipulag sameinar.

Stefna fyrirtækja lýsir því hvernig þau ætla að skapa viðskiptavinum sínum og eigendum aukin verðmæti.

Hagnýting upplýsingatækni skilur á milli fyrirtækja sem ná árangri og hinna sem sitja eftir.

Teikning: Markmið og persóna horfir á

Næstu skref

Viljið þið skerpa á stefnu, efla ferla eða hraða stafrænum umbótum?  Teymið okkar stígur inn þar sem þið eruð stödd. 

Hafðu samband og við setjum saman hnitmiðaðan vegvísi sem tengir stefnu, fólk, ferla og tækni við raunverulegan árangur.

Við veitum frekari upplýsingar

Einar Þór Bjarnason, prófíl mynd

Einar Þór Bjarnason

Guðmundur Arnar Þórðarson, prófíl mynd

Guðmundur Arnar Þórðarson

Kristján Einarsson, prófíl mynd

Kristján B. Einarsson