ITIL 4
ITIL 4 er alþjóðlega viðurkennd nálgun sem hjálpar fyrirtækjum að nýta upplýsingatækni til að skapa raunverulegt virði. Með hagnýtri aðferðafræði og bestu starfsvenjum tengir ITIL saman rekstur, þjónustu og stefnu, þannig að tæknin styðji markmið fyrirtækisins og styrki samkeppnishæfni
Hvað er ITIL 4?
ITIL 4 er ekki bara aðferðafræði. Það er hagnýt verkfærakista sem hjálpar fyrirtækjum að umbreyta þjónustu sinni og skapa raunverulegt virði. Meðal verkfæra eru almennu leiðarstefin, nánari lýsingar á bestu aðferðum og að lokum safn 34 starfshátta (e. Practices). Dæmi um það eru breytingastjórnun, þjónustuborð, þjónustustigsstjórnun ofl.
Hvernig ITIL 4 skapar virði fyrir þitt fyrirtæki
ITIL fyrir allt fyrirtækið
ITIL 4 snýst ekki aðeins um upplýsingatækni. Það leggur grunn að heildrænni virðissköpun fyrir fyrirtækið þar sem fólk, ferlar og tækni vinna saman að sameiginlegum markmiðum.
Skýrari ferlar, minni áhætta
ITIL 4 veitir fyrirtækjum umgjörð sem einfaldar flókinn rekstur, dregur úr áhættu og styrkir þjónustustig. Með markvissri nálgun verður auðveldara að ná árangri bæði í daglegum rekstri og í umbótaverkefnum
Samspil við Agile og DevOps
ITIL nýtir sér bestu aðferðir úr Agile, Lean, DevOps og stafrænum starfsháttum. Með því að sameina þessar nálganir styrkir ITIL sveigjanleika, hraða og gæði í allri þjónustu og rekstri.
Frá rekstri til virðissköpunar
ITIL 4 spannar allt frá daglegum rekstri til stefnumarkandi virðissköpunar og tengir tækni við viðskiptamarkmið.
Virkjum virði með ITIL 4
Við nýtum ITIL til að bæta þjónustuupplifun, tengja upplýsingatækni við viðskiptamarkmið og ná mælanlegum árangri. Með þessari nálgun styðjum við stafræna umbreytingu, aukum skilvirkni og gerum árangurinn sýnilegan í rekstrinum.
ITIL 4 þjónustan felur í sér
Þjálfun og vitundarvakningu stjórnenda og vinnustofur fyrir teymi
Virðisstraumar teiknaðir upp
Valdir ferlar innleiddir og kynntir
Eftirfylgni og samfelldar úrbætur
Hvernig ITIL 4 skilar árangri með ráðgjöf Intellecta?
1. Stöðumat í upphafi
Núverandi þroski þjónustustjórnunar metinn
2. Klæðskerasaumuð vegferð breytinga
Hönnum praktíska vegferð sem aðlagast að stefnu
3. Stuðningur við innleiðingu
Teymisþjálfun, skjölun á virðisstraumum, ferlum og stjórnkerfum
4. Skoðum fyrirtækjabrag
Oft þarf að brúa UT og stjórnkerfin og tryggja að allir vinni í eina átt
5. Samfelldar umbætur
Setjum upp mælikvarða og lykilþætti árangurs sem við vinnum í að bæta jafnt og þétt
Viltu vita meira?
ITIL 4 býður upp á nútímalega nálgun á þjónustustjórnun sem styður við sveigjanleika, betri þjónustuupplifun og stöðugar umbætur. Ef þú vilt kynna þér efnið nánar, geturðu haft samband eða skoðað ítarefni með því að smella á hnappinn hér að neðan.