Mótun og innleiðing ferla

Ferlar eru eiginlegt gangverk starfseminnar. Útfærsla þeirra og skilvirkni skiptir öllu máli fyrir gagnsemi þeirra.
Þegar við mótum ferla höfum við í huga að innleiðingin verði hagfelld og öll vinnan leiði til raunverulegra umbóta sem styrkja reksturinn og auka skilvirkni.
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Mótun ferla með skýrum tilgangi

Eftir greiningu á núverandi stöðu mótum við nýja ferla sem gera vinnulagið skilvirkara og betur í stakk búið fyrir framtíðina. Við leggjum áherslu á að ferlarnir séu bæði hagnýtir og sveigjanlegir þannig að þeir standist kröfur rekstrarins á hverjum tíma.

Með nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk vinnum við að raunhæfum og aðgengilegum breytingum og skipuleggjum þær þannig að innleiðing skili árangri í daglegu starfi.

Skref Intellecta í mótun ferla

Endurskilgreining hlutverka og ábyrgða​

Við endurskilgreinum hlutverk og ábyrgðir til að einfalda og skýra ábyrgðaskiptingu

Hámarksnýting upplýsinga og tækni

Við greinum hvernig upplýsingar flæða milli kerfa og teyma, og stuðlum að því að tæknin styðji við vinnulagið.

Stafræn umbreyting og sjálfvirknivæðing

Við finnum tækifæri til að draga úr handvirkum skrefum og innleiðum sjálfvirkni þar sem hún skilar raunverulegum umbótum.

Bestu starfshættir

Við gerum það sem virkar og byggjum á reynslu þeirra sem hafa náð árangri í ferlastjórnun.

Viðmið og árangursmælingar

Við skilgreinum hvernig árangur er mældur og stuðlum til þess að breytingarnar skili sér í rekstrinum.

Teikning, kona að setja upp "lokin" merkingu á vörður

Ferlar sem lifa og skila

Ferlar ná ekki árangri fyrr en þeir lifa í daglegu starfi, gera reksturinn skilvirkari, starfið einfaldara og árangurinn sýnilegri

Teikning: Myndrit sem sýnir árangur og kona sem stendur hjá

Innleiðing sem skilar árangri

Okkar markmið er að nýir ferlar verði hluti af daglegum rekstri og skili raunverulegum umbótum. Með markvissri breytingastjórnun fá stjórnendur og starfsfólk skýra mynd af tilgangi breytinganna og ávinningnum sem þær skila. Þannig næst varanleg umbreyting.

Hvað gerir gæfumuninn

  • Þjálfun: Starfsfólk fær skýran skilning og tæki til að tileinka sér nýtt vinnulag

  • Eftirfylgni: Við mælum árangur og stuðlum að breytingarnar festist í sessi

  • Aðlögunarhæfni: Ferlar þróast í takt við reynslu og þarfir fyrirtækisins

  • Rétt tækni: Stafræn verkfæri styðja við hraða og skilvirka innleiðingu

Hvernig Intellecta skilar árangri

Við höfum áralanga reynslu af ferlagreiningu og innleiðingu breytinga í fjölbreyttu rekstrarumhverfi. Hvert verkefni er unnið með sérsniðnum lausnum sem styðja raunverulegar þarfir fyrirtækisins og skila mælanlegum árangri.

Við stöndum með stjórnendum frá fyrstu greiningu til fullrar útfærslu og tökum virkan þátt í allri vegferðinni. Við sjáum til þess að sjónarmið hagsmunaaðila fái athygli og vægi, hvort sem um er að ræða minni úrbætur eða umfangsmiklar umbreytingar. Með skýrri stefnu og markvissri samræmingu bætum við upplýsingaflæði, aukum skilvirkni og styrkjum samstarf sem styður við langtímamarkmið fyrirtækisins.

Guðmundur Arnar Þórðarson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að skoða Intellecta möppu fyrir ljósmyndarann

Intellecta styður í allri vegferð ferlastjórnunar​

Kortleggjum og greinum núverandi ferla til að finna tækifæri til úrbóta

Mótun ferla

Hönnum skilvirkari vinnuferla sem styðja markmið fyrirtækisins

Festum nýja ferla í sessi

Nýtum rétta tækni til að auka hraða, nákvæmni og skilvirkni