Fólk
Fólkið er hjarta hvers fyrirtækis og lykillinn að árangri. Intellecta styður stjórnendur við að byggja upp sterkan mannauð, jákvæða menningu og vinnuumhverfi sem hvetur starfsfólk til að ná árangri. Með markvissri ráðgjöf og sérsniðnum lausnum hjálpum við fyrirtækjum að nýta hæfni og kraft fólksins til fulls og ná sameiginlegum markmiðum.
Við tengjum stefnu, markmið og aðgerðir
Við setjum mannauð í forgang
Árangur fyrirtækis byggir á fólkinu sem vinnur þar. Við hjálpum stjórnendum að hámarka styrkleika starfsfólks og skapa vinnuumhverfi sem styður við markmið fyrirtækisins.
Menning sem hvetur til árangurs
Sterk fyrirtækjamenning skapar samheldni og eykur starfsánægju. Við styðjum stjórnendur við að móta menningu sem styrkir reksturinn til framtíðar.
Algeng þjónusta
Mannauðsráðgjöf
Við aðstoðum stjórnendur við að nýta mannauð sem lykilauðlind.
Við greinum styrkleika, mótum skýra stefnu, bætum starfsánægju og byggjum upp sterkt og árangursríkt vinnuumhverfi.
Ráðgjöf vegna uppsagna
Við styðjum stjórnendur í gegnum erfiðar ákvarðanir og útfærslu uppsagna, bæði einstakra starfsmanna og hópuppsagna. Með faglegri ráðgjöf og mannlegri nálgun tryggjum við að ferlið sé í samræmi við lög, taki mið af velferð starfsmanna og verndi orðspor fyrirtækisins.
Mótun fyrirtækjamenningar
Við vinnum með stjórnendum að því að móta gildi, vinnulag og viðhorf sem styrkja samheldni og skapa jákvætt starfsumhverfi.
Með markvissri menningarhönnun tryggjum við að menningin styðji við stefnu og vöxt fyrirtækisins.
Vinnustofur og námskeið
Við bjóðum upp á hagnýt vinnustofur og námskeið sem tengja fræðslu beint við daglegt starf.
Við kennum stjórnendum og teymum aðferðir sem styrkja leiðtogahæfni, bæta ferla, efla breytingastjórnun og móta skýra stefnu og gildi.
Breytingastjórnun
Við stýrum breytingum af öryggi og fagmennsku, hvort sem þær snúa að tækni, hæfni, þjónustuferlum eða viðskiptamódelum.