Vinnustofur og námskeið

Við leggjum áherslu á vinnustofur og námskeið sem snúast um raunveruleg verkefni og þarfir fyrirtækja. Hvort sem það er stefnumótun, greining á ferlum, breytingastjórnun eða þjálfun stjórnenda, þá aðlögum við efnið að aðstæðum hvers fyrirtækis

Af hverju vinnustofur og námskeið skipta máli

Fyrirtæki sem fjárfesta í fræðslu og þjálfun ná meiri árangri. Vinnustofur skapa vettvang þar sem stjórnendur og starfsmenn fá sameiginlegan skilning, æfa sig í aðferðum og finna lausnir saman. Námskeið veita hagnýta þekkingu sem eykur hæfni, styrkir samvinnu og hraðar breytingum. Með blöndu af fræðslu, samtali og æfingum festum við lærdómin þannig að hann nýtist í daglegum rekstri og skili raunverulegum umbótum.

Birna Dís að vinna á kaffihúsi Intellecta

Fjölbreyttar vinnustofur og námskeið sem styðja stjórnendur og teymi til árangurs

Stjórnendaþjálfun og verkefnastjórnun

Námskeið sem styrkja stjórnendur í að leiða verkefni, samhæfa teymi og taka upplýstar ákvarðanir.

Við sameinum fræðslu og gagnvirka leiki sem gera þátttakendum kleift að prófa, læra og festa þekkinguna í sessi.

Ferlagreining og umbætur

Í þessum vinnustofum kennum við þátttakendum að kortleggja ferla, greina tækifæri og móta draumaferla. Þannig öðlast stjórnendur og starfsfólk færni til að leiða umbætur í eigin rekstri.

Stefnumótun og gildi

Við leiðum stjórnendur í gegnum vinnustofur þar sem mótuð eru skýr gildi og stefna sem allir geta sameinast um. Niðurstaðan er grunnur að sterkri menningu, samvinnu og árangri

Teikning: Teymi að setja miða upp á vegg með agile scrum borði

Við kennum ekki bara, við kveikjum neistann

Stjórnendur og teymi fara út með verkfæri sem skapa sjálfstraust, skýra sýn og stuðla að mælanlegum árangri

Teikning: Par á fundi að leita lausna

Þjálfun sem skilar leiðtogum

Við bjóðum upp á fjölbreytta stjórnendaþjálfun sem styrkir forystu, eflir verkefnastjórnun og styður árangur í daglegum rekstri. Með námskeiðum eins og Skipulag og leiðing verkefna og Leiðtogaþjálfun fá stjórnendur hagnýt verkfæri og innsýn í það sem mestu máli skiptir.
Þetta eru aðeins smá innsýn inn í þau námskeið sem við erum með í boði.

Breytingastjórnun í verki

Við bjóðum upp á vinnustofur sem sameina fræðslu og leikræna nálgun þar sem stjórnendur og teymi setja þekkinguna strax í framkvæmd. Þátttakendur fá að æfa sig í raunhæfum aðstæðum, takast á við mótstöðu og læra að beita aðferðum sem styðja að breytingar festist í sessi.

Teikning af starfsfólki að teikna á töflu
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Ferlagreining sem skilar umbótum

Í vinnustofunum fá þátttakendur að læra að kortleggja eigin ferla, greina flöskuhálsa og móta skilvirkara vinnulag. Við kennum aðferðir sem gera það auðveldara að sjá hvað þarf að breytast og hvernig hægt sé að nýta sér sjálfvirkni til að bæta ferla.
Þátttakendur fara út með hagnýt verkfæri til að leiða umbætur í eigin rekstri, bæta skilvirkni og skapa raunverulegt virði fyrir fyrirtækið.

Sérsniðin að ykkar þörfum

Engin vinnustofa er eins. Við mótum efnið út frá áskorunum ykkar fyrirtækis og tryggjum að það nýtist strax í daglegu starfi.

Mótum gildi og stefnu sem lifa í daglegu starfi

Í vinnustofunum styðjum við stjórnendur við að móta stefnu og/eða gildi sem endurspegla framtíðarsýn fyrirtækisins.. Skýr gildi styrkja menningu og auðvelda ákvarðanir, á meðan að markviss stefna styður að allir stefni í sömu átt. Niðurstaðan er sameiginlegur grunnur sem styður við samvinnu, eykur trúverðugleika og skilar árangri til lengri tíma.

Lea Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Arnar Þórðarson á fundi
Teikning: Vaxandi markaður

Fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka

Vinnustofur og námskeið eru fjárfesting í þekkingu sem styrkir stjórnendur og starfsfólk, eykur skilvirkni og skapar árangur sem endist. Með því að efla fólk og ferla verður fyrirtækið betur í stakk búið til að takast á við áskoranir og nýta tækifæri.
Fyrirtæki geta nýtt sér námskeiðsstyrki til að fjármagna þátttöku í vinnustofum og námskeiðum á vegum Intellecta. Þannig verður auðveldara að fjárfesta í þekkingu sem skilar sér í aukinni færni, sterkari teymum og varanlegum árangri.

Við veitum frekari upplýsingar