Mannauðsstjórnun er lykillinn að árangri fyrirtækja
Rætur Intellecta liggja í mannauðsráðgjöf, og með áratuga reynslu á sviðinu höfum við þróað þjónustu okkar til að styðja fyrirtæki í að ná markmiðum sínum. Við veitum faglega og sérsniðna mannauðsráðgjöf sem stuðlar að sterkari mannauðsstefnu, betri starfsánægju og auknum árangri.
Af hverju að velja mannauðsráðgjöf Intellecta?
Mannauðsstjórnun snýst um meira en einfaldlega að ráða og reka starfsfólk. Hún er lykilatriði fyrir rekstrarárangur, fyrirtækjamenningu og starfsanda. Hjá Intellecta leggjum við áherslu á gögn, innsæi og áralanga reynslu í mannauðsmálum til að tryggja markvissar lausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.
Helstu þjónustuþættir okkar:
1. Greining og stefnumótun mannauðsmála
Við framkvæmum ítarlega úttekt á stöðu mannauðsmála hjá fyrirtækjum og greinum stefnur, ferla og áskoranir. Í framhaldinu leggjum við fram skýrar og forgangsraðaðar tillögur til úrbóta sem tryggja skilvirka mannauðsstjórnun.
2. Mannauðsstjóri til leigu
Fyrirtæki sem þurfa tímabundna aðstoð geta nýtt sér reynda mannauðsráðgjafa okkar, sem styðja stjórnendur og starfsfólk við sértæk verkefni, breytingastjórnun og daglega mannauðsstjórnun.
3. Stefnumótun og innleiðing mannauðsstefnu
Við aðstoðum við mótun eða endurskoðun á mannauðsstefnu með áherslu á skýr markmið, árangursríka innleiðingu og öfluga mannauðsstjórnun. Lesa nánar um stefnumótun.
4. Stjórnendaráðgjöf og leiðtogaþjálfun
Við veitum stjórnendum faglega ráðgjöf og þjálfun í mannauðsmálum, samskiptum, skipulagi og árangursríkri forystu.
5. Breytingastjórnun
Breytingar geta verið áskorun, en með sérsniðnum vinnustofum, námskeiðum og einstaklingssamtölum tryggjum við að þær gangi sem best fyrir sig og að starfsfólk taki virkan þátt í ferlinu. Lesa nánar um breytingastjórnun.
6. Úrvinnsla erfiðra starfsmannamála
Við veitum faglegan stuðning við úrlausn flókinna mála, þar á meðal ágreining, erfið samskipti og aðrar áskoranir sem upp kunna að koma í starfsmannahaldi.
7. Mótun fyrirtækjamenningar
Sterk fyrirtækjamenning stuðlar að betri starfsanda og árangri. Við vinnum markvisst með stjórnendum að mótun og innleiðingu menningar sem styður við framtíðarsýn fyrirtækisins. Lesa nánar um mótun fyrirtækjamenningar.
Tryggðu árangur með Intellecta
Fyrirtæki sem nýta sér mannauðsráðgjöf Intellecta njóta áreiðanlegs stuðnings sem eykur skilvirkni, starfsánægju og árangur. Með okkur tryggir þú þér trausta mannauðsstjórnun sem skilar sér í sterkara vinnuumhverfi og betri rekstri.
Til stuðnings við betri ákvarðanatöku í launasetningu og til að innleiða og fylgja eftir launastefnu býður Intellecta einnig Kjarakönnun (Lesa nánar um kjarakönnun Intellecta.) og forstjóralaunaskýrslu. Lesa nánar um forstjóralaun Intellecta.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um hvernig við getum stutt þitt fyrirtæki í mannauðsmálum og mannauðsstjórnun.
Intellecta – Þar sem styrkleikar ráðgjafar og ráðninga mætast.