Starfslokaráðgjöf er sniðin að þörfum einstaklingsins
Upplifun einstaklinga á þessum tímamótum getur verið ólík. Starfslokaráðgjöf Intellecta er einstaklingsráðgjöf og er alltaf sniðin að þörfum hvers og eins.
Ráðgjafi Intellecta hittir einstaklinga tvisvar til þrisvar sinnum og fer yfir stefnumótun og markmið. Þá les hann yfir og aðstoðar við gerð ferilskrá og önnur fylgigögn. Einnig er rætt almennt um atvinnuleit og farið yfir möguleika viðkomandi miðað við menntun og áhugasvið. Framhaldið er sniðið að einstaklingnum og er lögð áhersla á að veita eftirfylgni og þjálfun í umsóknar- og viðtalstækni.
Í megindráttum felst starfslokaráðgjöfin í eftirfarandi:
- Stöðugreiningu og markmiðasetningu: Staða mála rædd og framhaldið sniðið að hverjum einstaklingi fyrir sig.
- Yfirferð á ferilskrá og öðrum fylgigögnum: Yfirferð á upplýsingum og ábendingar gefnar og farið yfir önnur fylgigögn eins og kynningarbréf. Áhersla er lögð á gott málfar. Sjá dæmi um fylgigögn
- Almenn umræða um vinnumarkaðinn, atvinnuleit og möguleika viðkomandi
- Viðtalsþjálfun og eftirfylgni: Ráðgjafi hittir starfsmann á fundum og/eða veitir upplýsingar og ráðgjöf í gegnum síma eða tölvupóst.
Þjónustan er veitt í allt að þrjá mánuði
Þjónustan felur í sér þrjár klukkustundir sem nýta má í fundi og aðgang að ráðgjafa í gegnum síma og tölvupóst í allt að þrjá mánuði eftir að verkefni er hafið. Í upphafi er sett upp tímaáætlun í samráði við starfsmann.