Stefna

Intellecta styður fyrirtæki við að móta skýra stefnu sem leiðir veginn til árangurs. Hún er ekki bara yfirlýsing heldur rammi sem stýrir ákvörðunum, forgangsröðun og vinnulagi. Með skýrri stefnu skapast samræmi milli framtíðarsýnar, markmiða og daglegra aðgerða. Þannig byggir fyrirtækið upp styrk og samkeppnishæfni til lengri tíma.

Við tengjum stefnu, markmið og aðgerðir

Við mótum stefnu með tilgangi

Stefna á ekki að vera innantómt skjal heldur lifandi leiðarljós sem stýrir ákvörðunum og styður framtíðarsýn fyrirtækisins.

Stefna í þágu starfsfólks og markmiða

Við leggjum áherslu á að stefna styðji bæði við starfsfólkið og viðskiptamarkmið fyrirtækisins.

Stefna sem grunnur árangurs

Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, skiptir engu máli hvaða leið þú velur. Þess vegna byrjar öll ráðgjöf hjá Intellecta á stefnu. 

Við hjálpum fyrirtækjum að móta skýra stefnu, og ekki síður að innleiða hana. Hvort sem um er að ræða heildarstefnu, upplýsingatæknistefnu, mannauðsstefnu eða aðra sérhæfða stefnu, þá er nálgun okkar sú sama: við byrjum ofanfrá, með heildarsýn og markmið að leiðarljósi.
Kristján B. Einarsson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að veita ráðgjöf og skoða eitthvað í tölvunni á meðan Thelma Kristín Kvaran horfir á. Allt auðvitað skemmtilega sviðsett fyrir ljósmyndarann
Teikning af manni sem horfir á staur með leiðarmerkjum og kort

Hugmyndafræði okkar

Við trúum því að stefna eigi að vera leiðarljós, ekki hindrun. Hún á að styðja við ákvarðanatöku, auðvelda forgangsröðun og skapa sameiginlegan skilning. Góð stefna segir ekki bara hvað á að gera, heldur líka hvað á ekki að gera.
 
Við byggjum stefnumótun á gögnum og innsæi. Við notum greiningartól, vettvangsrannsóknir og samtöl við lykilfólk til að skilja raunverulegar áskoranir og tækifæri. Við höfum gott auga fyrir framúrskarandi fólki og hjálpum stjórnendum að sjá heildarmyndina. 

 

Við búum að auki yfir þeirri sérstöðu að geta hjálpa okkar viðskiptavinum að innleiða stefnuna og ráðleggjum eingöngu það sem við höfum trú á að gangi upp og við erum tilbúin að setja nafn okkar við.

Innleiðing sem lykilþáttur​

Stefna skilar ekki árangri nema hún sé innleidd af festu og fagmennsku. Við styðjum viðskiptavini okkar í gegnum alla innleiðingarvegferðina, hvort sem hún snýr að breytingastjórnun, stjórnskipulagi, verkefnastjórnun eða ferlavinnu.

Við höfum áralanga reynslu af því að stýra breytingum sem skapa vöxt, ekki bara breytingum breytinganna vegna. Við hjálpum fyrirtækjum að tengja stefnu við daglegan rekstur, tryggja eftirfylgni og mæla árangur.
Við leysum flóknar áskoranir með ráðgjöf sem skilar árangri. Erfiðustu verkefnin eru skemmtilegasta áskorunin.

Stefnur þurfa að tala saman

Yfirstefna þarf að taka mið af mörgum þáttum og sem dæmi þurfa stefnur hjá opinberum aðilum að taka mið af lögum og ytri stefnum t.d. gagnastefnu ríkisins. 
 
Aðrar stefnur þurfa svo að vera í takt við yfirstefnu og að lokum er nauðsynlegt að hugsað sé til þess að verklagsreglur taki á framkvæmd og fjalli betur um verklag og þá þætti sem breytast hraðar á meðan stefnur styðja við ákvarðanir og gera kröfur til starfsins en segja ekki endilega t.d. með hvaða hætti það er gert heldur sé slíkt fremur útfært í verklagsreglum.
Ounnid_BK211539

Algengar stefnur sem við vinnum og innleiðum með viðskiptavinum