Stefna
Intellecta styður fyrirtæki við að móta skýra stefnu sem leiðir veginn til árangurs. Hún er ekki bara yfirlýsing heldur rammi sem stýrir ákvörðunum, forgangsröðun og vinnulagi. Með skýrri stefnu skapast samræmi milli framtíðarsýnar, markmiða og daglegra aðgerða. Þannig byggir fyrirtækið upp styrk og samkeppnishæfni til lengri tíma.
Við tengjum stefnu, markmið og aðgerðir
Við mótum stefnu með tilgangi
Stefna á ekki að vera innantómt skjal heldur lifandi leiðarljós sem stýrir ákvörðunum og styður framtíðarsýn fyrirtækisins.
Stefna í þágu starfsfólks og markmiða
Við leggjum áherslu á að stefna styðji bæði við starfsfólkið og viðskiptamarkmið fyrirtækisins.
Stefna sem grunnur árangurs
Ef þú veist ekki hvert þú ætlar, skiptir engu máli hvaða leið þú velur. Þess vegna byrjar öll ráðgjöf hjá Intellecta á stefnu.
Hugmyndafræði okkar
Við búum að auki yfir þeirri sérstöðu að geta hjálpa okkar viðskiptavinum að innleiða stefnuna og ráðleggjum eingöngu það sem við höfum trú á að gangi upp og við erum tilbúin að setja nafn okkar við.
Innleiðing sem lykilþáttur
Stefna skilar ekki árangri nema hún sé innleidd af festu og fagmennsku. Við styðjum viðskiptavini okkar í gegnum alla innleiðingarvegferðina, hvort sem hún snýr að breytingastjórnun, stjórnskipulagi, verkefnastjórnun eða ferlavinnu.
Stefnur þurfa að tala saman
Algengar stefnur sem við vinnum og innleiðum með viðskiptavinum
Stefnumótun
Stefnumótun hjálpar fyrirtækjum að móta skýra framtíðarsýn og forgangsraða aðgerðum.
Við greinum stöðuna, skilgreinum markmið og búum til framkvæmanlega áætlun sem leiðir til árangurs.
Vegvísir
Vegvísirinn hjá Intellecta kortleggur núverandi stöðu og leiðir fyrirtæki í átt að framtíð sem skilar raunverulegum árangri.
Þetta verkfæri skýrir næstu skref, styður stafræn umbreytingu, kostnaðargreiningu og endurmat á útvistun.
Upplýsingatæknistefna
Upplýsingatæknistefna tengir saman tækni, rekstur og framtíðarsýn á skýran og skipulegan hátt.
Við hjá Intellecta greinum stöðuna, mótum stefnu með stjórnendum og viljum að hún sé raunhæf og framkvæmanleg. Þannig vinnur tæknin með fyrirtækinu og styður markmiðin í stað þess að stýra þeim.
Upplýsingaöryggisstefna
Upplýsingaöryggisstefna verndar gögn, kerfi og starfsfólk með skýrum viðmiðum, ábyrgð og ferlum sem mæta bæði lagakröfum og raunverulegum áhættum.
Intellecta greinir áhættu, vinnur með stjórnendum og innleiðir stefnu sem er raunhæf og framkvæmanleg. Þannig verður öryggi hluti af daglegum rekstri og styrkir bæði traust og rekstrarárangur.
Mannauðsstefna
Mannauðsstefna er lykilþáttur í að virkja hæfni fólks og styðja við stefnu fyrirtækisins.
Hún skapar ramma utan um menningu, hæfniþróun, ráðningar og starfsþróun, og tryggir að mannauðurinn sé í takt við markmið og framtíðarsýn.
Við hjálpum fyrirtækjum að móta og innleiða mannauðsstefnu sem virkar í raun, með skýrri tengingu við ferla, stjórnskipulag og breytingastjórnun