Stefnumótun

Skýr stefna gerir daglegt líf stjórnenda og starfsmanna einfaldara. Hún styður við vöxt, auðveldar ákvarðanir og eykur samkeppnishæfni. Fyrir okkur er stefna ekki bara skjöl eða orð heldur hún er leiðarljós sem hjálpar fyrirtækjum að skapa raunverulegt virði fyrir bæði viðskiptavini og eigendur.

Stefnumótun sem skilar árangri

Sterk stefna auðveldar ákvarðanir, styður við vöxt og eykur samkeppnishæfni. Hún er leiðarljós sem hjálpar fyrirtækjum að skapa verðmæti fyrir bæði viðskiptavini og eigendur og aðlagast síbreytilegu umhverfi.

Við hjá Intellecta mótum stefnu sem er skýr, framkvæmanleg og byggð á gögnum og innsæi. Við greinum tækifæri, forgangsraðum aðgerðum og tengjum stefnumótun beint við lykilþætti rekstrarins, svo sem breytingastjórnun, mannauðsstjórnun og skipulagsgreiningu, þannig að hún verði lifandi hluti af daglegu starfi.

Teikning af manni að benda á súlurit með priki

Af hverju skiptir stefnumótun máli?

Skýr stefna auðveldar ákvarðanir, veitir leiðsögn og skapar samræmi milli markmiða og daglegra aðgerða. Hún skapar framtíðarsýn, styrkir stöðu á markaði og gerir stjórnendum kleift að bregðast hratt og örugglega við breytingum, þannig að reksturinn verði markvissari og samkeppnishæfari.

Hvernig hjálpum við?

Hjörvar Sigurðsson og Sóllilja Rut að spjalla við þriðju persónuna

Skýr stefna einfaldar leiðina til árangurs

Það skemmtilega við stefnumótun er að oft er ferðalagið gagnlegra en áfangastaðurinn. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að móta stefnu sem er skýr, framkvæmanleg og lifandi. Við vinnum náið með stjórnendum, brjótum vegferðina niður í skýra áfanga og fléttum inn í vinnuna eftirfylgni sem skilar árangri. Lausnamiðuð þjónusta og gagnadrifin nálgun eru okkar drifkraftur.
 
Við greinum kjarnan frá hisminu, drögum fram tækifærin, forgangsraðum aðgerðum og tengjum stefnumótun beint við lykilþætti rekstrar, breytingastjórnunar, mannauðsstjórnunar og skipulagsgreiningar. Þannig verður stefna ekki bara framtíðarsýn, heldur lifandi hluti af daglegu starfi.
 
Við erum óháðir öllum nema viðskiptavinum okkar. Árangur þeirra er okkar markmið.

Af hverju að velja Intellecta?

Reynsla og fagleg nálgun
Við höfum mikla reynslu af ráðgjöf í stefnumótun og innleiðingu breytinga. Fagleg vinnubrögð og traust aðferðafræði þýðir að verkefnin skili árangri.

Hagnýt vinnuferli
Við vinnum með stjórnendum og lykilaðilum í gegnum allt ferlið. Þátttaka þeirra undirbyggir að niðurstöðurnar verði raunhæfar og festist í sessi.

 

Sérsniðin lausn
Við mótum stefnu og aðgerðir í takt við þarfir og aðstæður hvers fyrirtækis. Þannig verður lausnin markviss, framkvæmanleg og árangursrík.