Vegvísir

Við kortleggjum vegferðina frá stöðu dagsins í dag til framtíðar sem skilar árangri. Vegvísirinn styður framþróun, umbætur, stór verkefni og stafræna umbreytingu. Hann setur upp skýrar vörður og næstu skref, þannig að breytingar verði til vaxtar, en ekki breytingar breytinganna vegna.

Vegvísir nýtist við innleiðingu á stefnu og hagnýtingu tækni

Stefnumótun og vel útfærður vegvísir skapa stjórn, skýra sýn og styðja við vöxt. Vegvísirinn sýnir næstu skref, hvort sem það er stafræn umbreyting, endurmat á útvistun, kostnaðargreining eða þróun nýrra lausna, þannig að fyrirtækið nái árangri með markvissum hætti.
Ounnid_BK211539

Sameinum fólk, ferla og tækni með vegvísi.

Ólíkir hagaðilar innan og utan skipulagsheilda þurfa að hafa sameiginlega sýn og hvernig þeirra vinna er liður í stærri vegferð. 

Vegvísir sem leiðarljós að framtíðarstöðu​

Vegvísirinn er ekki bara skjal,  hann er leiðarljós sem sýnir skýra stefnu fram á við. Hann getur verið afurð stafrænnar stefnumótunar, greiningar eða vinnustofa og styður við stafræn umbreytingarverkefni, kostnaðargreiningu og ákvörðun um innvistun eða útvistun. Vegvísirinn hentar jafnt fyrir afmörkuð svið sem og heildarfyrirtæki, og tryggir að tæknin verði virkur drifkraftur vaxtar og árangurs.

Teikning af persónu sem er að fá hugmyndir, myndin sýnir ljósaperu tengda við miða
Teikning af pari hjá veggtöflu með miðum sem sýnir þróun á lausn

Ný tækni á að einfalda, ekki flækja

Innleiðing nýrra lausna getur flækt tæknikeðjuna og aukið óhagræði ef ekki er haldið vel utan um ferlið. Kröfur, samkeppni, tæknileg þróun og jafnvel samrunar setja aukinn þrýsting á reksturinn, og of oft fer dagleg umsjón tæknimála á kostnað umbóta og nýsköpunar.

Þess vegna þarf að staldra reglulega við, meta stöðuna og uppfæra vegvísi sem byggir á stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Með réttum fókus tryggjum við að verkefni, ferlar og hæfni mannauðs styðji við raunverulegar lausnir sem einfalda og styrkja reksturinn.

Við styðjum að stefnan virki

Hjá Intellecta styðjum við stjórnendur í að móta stefnu sem er sterk, raunhæf og framkvæmanleg. Við sameinum djúpa þekkingu á rekstri og mannauði, sem gerir okkur að sterkum samstarfsaðila sem undirbyggir raunverulegan árangur.

Teikning af manni sem horfir á staur með leiðarmerkjum og kort