Upplýsingaöryggisstefna


Tryggðu öryggi gagna og rekstrar með vel útfærðri upplýsingaöryggisstefnu. Intellecta veitir sérfræðiráðgjöf við mótun, innleiðingu og eftirfylgni.

Upplýsingaöryggisstefna: Undirstaða öryggis og trausts

Rekstrarumhverfi samtímans verður sífellt flóknara, og því er upplýsingaöryggi ómissandi þáttur í ábyrgri starfsemi. Upplýsingaöryggisstefna er lykilskjal sem skilgreinir markmið, ábyrgð og aðgerðir til að tryggja öryggi upplýsinga, starfsmanna og eigna.

Hvernig getur Intellecta aðstoðað?

Hjá Intellecta leggjum við grunninn að öflugri upplýsingaöryggisstefnu með ítarlegri gagnaöflun og vinnustofu með lykilstjórnendum. Við viljum að stefnan sé skýr, raunhæf og samræmist bestu starfsvenjum og lagalegum kröfum. Gott er að hafa í huga að við mælum með að vinna upplýsingatæknistefnu áður en upplýsingaöryggistefna er unnin.


Helstu þættir upplýsingaöryggisstefnu

1. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis

Stefnan mótar ramma fyrir upplýsingaöryggi og skilgreinir ábyrgð, hlutverk og skyldur allra hlutaðeigandi aðila.

2. Aðgangsstýringar

Tryggir að einungis viðeigandi aðilar hafi aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum.

3. Gagnavernd og afritun

Að gefa eftir í verndun gagna getur haft alvarlegar afleiðingar. Stefnan tryggir örugga gagnavarðveislu og endurheimtun.

4. Net- og notendaöryggi

Lágmörkun áhættu í netöryggi með mótvægisaðgerðum gegn netárásum.

5. Viðbragðsáætlanir

Við skilgreinum kröfur til verklags um ferli fyrir tilkynningar, viðbrögð og endurheimtun í tilfelli öryggisatvika.

6. Rekstraröryggi og samfelldur rekstur

Með skipulagi og stöðugu mati á áhættum tryggjum við að reksturinn geti haldist órofinn.

7. Fræðsla og þjálfun

Starfsfólk er mikilvægasti hlekkurinn. Markviss þjálfun tryggir að allir skilji hlutverk sitt í öryggismálum.

8. Samræming við lög og reglugerðir

Stefnan geri kröfur til að vinnulag feli ekki í sér lagalega áhættu.


Ferli við gerð upplýsingaöryggisstefnu

1. Skilgreining á þörfum og ábyrgð

Við greinum starfsemi, lagalegar kröfur og áhættur til að skilgreina umfang stefnunnar.

2. Vinnustofa með lykilstjórnendum

Við skipuleggjum þverfaglega vinnustofu þar sem lykilaðilar skilgreina stefnuna og hlutverk.

3. Innleiðing og eftirfylgni upplýsingaöryggisstefnu

Stefnan er ekki bara skjal heldur lifandi ferli sem þróast í takt við breyttar aðstæður, nýjar ógnir og tækniframfarir. Með reglulegri endurskoðun, eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti, og stöðugum umbótum er tryggt að hún haldist viðeigandi og virk í daglegum rekstri. Innleiðing stefnunnar og úttekt á hlýtingu hennar eru nauðsynleg næstu skref til að tryggja fulla virkni og árangur.


Aukin ábyrgð stjórnenda vegna NIS 2

Með auknum kröfum um upplýsingaöryggi t.d. vegna tilkomu NIS 2 bera stjórnendur beina ábyrgð á að móta, innleiða og fylgja eftir stefnu sinni. Þetta krefst skýrra ferla fyrir öryggisúttektir, viðbragðsáætlanir og ábyrgðaskiptingu. Brot á reglum geta leitt til fjársekta eða annarra viðurlaga, sem undirstrikar mikilvægi markvissrar nálgunar.

Intellecta styður stjórnendur í að móta stefnu sem tryggir að lagalegar skyldur séu uppfylltar og áhættur stýrðar af fagmennsku.


Af hverju velja Intellecta?

  • Reynsla og fagleg nálgun: Áralöng reynsla af ráðgjöf í upplýsingaöryggi og stefnumótun.
  • Hagnýt vinnuferli: Áhersla á þátttöku lykilaðila tryggir raunverulegan árangur.
  • Sérsniðin lausn: Við mátum stefnuna að sérþörfum hvers fyrirtækis.

Ætlarðu að styrkja upplýsingaöryggi félagsins? Hafðu samband við Intellecta í dag og tryggðu að öryggisstefna þín sé í fremstu röð!

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson