Stjórnun er hjartað í árangursríkri ráðgjöf. Hvort sem um er að ræða tímabundna innleiðingu, flókin umbreytingarverkefni eða aðkomu að daglegri stjórn fyrirtækja, þá snýst stjórnun hjá Intellecta um að skapa raunverulegan árangur.
Við tryggjum að lausnin sé sniðin að raunverulegum þörfum
Við trúum því að góð stjórnun sé ekki bara ferli, heldur samspil fólks, ferla og stefnu.
Við bjóðum reynda upplýsingatæknistjóra sem stýra stafrænum umbreytingum, ferlum og tækni með skýrri sýn og ábyrgð.
Við leggjum til mannauðssérfræðing sem verður hluti af stjórnskipulaginu og tengir mannauðsstjórnun við stefnumótun og rekstrarárangur.
Við stýrum breytingum af öryggi og fagmennsku, hvort sem þær snúa að tækni, hæfni, þjónustuferlum eða viðskiptamódelum.
Við tökum að okkur að stýra flóknum og fjölbreyttum verkefnum, með skýra ábyrgð og utan að komandi sýn sem tryggir árangur.
Við undirbúum, greinum tækifæri og áhættu, stýrum samruna og breytingum með eftirfylgni sem skilar árangri.
Stafræn umbreyting snýst um meira en tækni, hún krefst stefnumótunar, breytingastjórnunar og verkefnastjórnunar.