CIO til leigu

CIO til leigu er þjónusta fyrir fyrirtæki sem vilja ná stjórn á upplýsingatækni, uppfylla kröfur og lækka kostnað án þess að ráða til sín dýran stjórnanda. Þannig færðu aðgang að sérfræðiþekkingu og leiðsögn CIO þegar þú þarft á að halda, án þess að binda þig við fasta stöðu.

Hvað er CIO til leigu?

CIO til leigu, einnig þekkt sem vCIO(virtual CIO), er skýrt afmörkuð þjónusta þar sem sérfræðingur frá Intellecta tekur að sér hlutverk upplýsingatæknistjórnanda með skýrum verkferlum, föstu verði og mælanlegum árangri. Við mætum á stjórnendafundi, framkvæmum stöðumat, mótum stefnu og vegvísi, stýrum lykilverkefnum og undirbyggjum að upplýsingatæknin styðji við reksturinn
Ragnheiður Birna Björnsdóttir, mynd tekin inni á stigagangi þar sem hún er að vinna í ferðatölvunni standandi

Aðferðir, verkfæri, hæfni og reynsla

Við setjum reksturinn í forgang

Við greinum stöðu, skilgreinum vegvísi og forgangsröðum verkefnum út frá rekstrarlegum áhrifum, ekki tæknilegum tískubylgjum. Allt sem við gerum er tengt við praktíska reynslu, mælanlegan árangur og ábyrgð.

Nýtum það sem er til staðar

Við vinnum með þau kerfi sem fyrirtækið hefur fyrir, en leiðum innleiðingu og breytingar þegar það er nauðsynlegt. Við seljum ekki lausnir heldur viljum að þær virki í raun.

Við tökum ábyrgð og komum hlutunum í verk

Við höfum leitt umbreytingar, stýrt birgjum, komið í veg fyrir öryggisbresti og hjálpað stjórnendum að taka erfiðar ákvarðanir. Við mætum á fundi, tökum ábyrgð og komum hlutunum í framkvæmd.

Teikning: Öruggur netþjónn og kona stendur hjá

Hvað færðu?

Aðgang að CIO sem leiðir, stýrir og ráðleggur

Skýra þjónustu í pakkaformi með föstu mánaðarverði

Stöðumat, vegvísi og ákvarðanatökuaðstoð

Verkefnastýringu á lykilverkefnum

Ráðgjöf við innleiðingu, endurútvistun og breytingar

Aðstoð við að uppfylla NIS2 kröfur og öryggisstaðla

Teikning: Bygging

Fyrir fyrirtæki og stofnanir sem

  • Vilja ná stjórn á upplýsingatækni
  • Glíma við tækniskuld, óreiðu eða óskýr kerfi
  • Hafa lent í öryggisbresti, gagnagíslatöku eða innbroti
  • Þurfa að uppfylla ytri kröfur eins og NIS2 löggjöfina en vita ekki hvar þau eiga að byrja
  • Vilja óháðan aðila til að stýra upplýsingatækninni, ekki birgja sem selja þeim lausnir

Af hverju Intellecta

Við höfum aðstoðað tugir íslenskra og stofnana fyrirtækja við að ná stjórn á upplýsingatækni, lækka kostnað og koma í veg fyrir óreiðu.
Við vinnum eingöngu fyrir viðskiptavini en ekki birgja. Það þýðir að þú færð óháða stefnumótandi ráðgjöf þar sem hagsmunir þínir eru í forgangi.
Við seljum ekki lausnir, við seljum stefnu, stjórn og árangur.

Baldur Jónsson spjallar við Torfa Markússon og fær punkta um hvernig er best að nýta svona minnisbók