Stjórnskipulag

Rétt stjórnskipulag er grunnur að árangursríkum rekstri. Það skýrir ábyrgð, einfaldar ákvarðanatöku og styrkir samskipti. Með þessu hefur stjórnskipulagið bein áhrif á skilvirkni, árangur og samkeppnisforskot fyrirtækisins.

Rétt stjórnskipulag veitir samkeppnisforskot

Árangursríkt stjórnskipulag er lykillinn að forskoti í samkeppni. Þegar ábyrgð, ákvarðanataka og samskipti eru skýrt skilgreind og skipulagið styður við stefnu fyrirtækisins, eykst skilvirkni, starfsánægja og árangur. Hjá Intellecta tryggjum við með úttekt, þróun skipurita og breytingastjórnun að skipulagið virki í raun og skili árangri.
Baldur Jónsson spjallar við Torfa Markússon og fær punkta um hvernig er best að nýta svona minnisbók

Helstu tegundir stjórnskipulags

Hefðbundið stigskipulagt skipurit

Skýrt afmarkað vald og ábyrgðarsvið

Fyrirtækjamiðað skipulag

Sveigjanleiki og teymisvinna í forgrunni.

Fléttuskipulag 
(e. Matrix)

Samþætting ólíkra deilda til að hámarka samvinnu

Sjálfstýrð teymi

Dreift vald og ákvörðunartaka innan hópa.

Teikning: Maður að sýna kynningu á sjónvarpi sem sýnir skipurit

Meira en bara formlegt skipurit

Stjórnskipulag snýst ekki aðeins um útlit skipurits. Það mótar allt fyrirtækið. Við hjá Intellecta vinnum með stjórnendum að því að þróa og innleiða skipulag sem skýrir ábyrgð, bætir upplýsingaflæði og styrkir fyrirtækjamenningu. Markmiðið er að skapa umhverfi þar sem samvinna og árangur ganga hönd í hönd.

Við nálgumst stjórnskipulagsbreytingar með heildrænni sýn og tryggjum að þær nái til allra þátta sem hafa áhrif á reksturinn. Þar undir falla meðal annars stjórnendataktur, umbunarkerfi og fyrirtækjabragur. Þessi nálgun styður einnig við mannauðsráðgjöf okkar, þar sem rétt skipulag og mannauðsstefna eru grunnur að farsælu rekstrarumhverfi.

Hvenær er þörf á breytingu á stjórnskipulagi?​

Þegar fyrirtæki stendur frammi fyrir vexti, samruna eða nýjum áherslum getur verið tímabært að endurskoða stjórnskipulagið. Rétt skipulag tryggir skilvirkni og sveigjanleika, en rangt skipulag getur staðið í vegi fyrir árangri og dregið úr samkeppnishæfni.

Algeng merki um að skipulagið sé farið að hamla þróun:

  • Óskýr ábyrgð og flókin ákvarðanataka

  • Minni sveigjanleiki í rekstri

  • Skortur á samvinnu milli deilda

  • Erfiðleikar við innleiðingu stefnumarkandi breytinga

Teikning: Hugsuður

Okkar aðferðafræði

Úttekt og greining starfshátta

Mat á núverandi stjórnskipulagi og skilvirkni þess

Þróun og útfærsla skipurits

Aðlögun að þörfum og framtíðarsýn fyrirtækisins

Skilgreining ábyrgðarskiptingar

Skýr mörk og ábyrgðarsvið fyrir starfsmenn og stjórnendu

Uppsetning árangursmælikvarða

Til að tryggja mælanlegan árangur og eftirfylgni

Stjórnendataktur

Reglubundnir fundir og ferlar sem styðja við stefnu og ákvarðanatöku

Þróun menningar sem styður við gildi og markmið

Útfærsla árangurslaunakerfa

Hvatakerfi sem ýtir undir frammistöðu og samstöðu

Sérstaklega við stærri umbreytingar eins og samruna fyrirtækja

Ounnid_BK212073

Hvernig getum við hjálpað?

Við hjá Intellecta sérhæfum okkur í úttekt, þróun skipurita og breytingastjórnun sem tryggir að skipulagið styðji við stefnu fyrirtækisins. Með skýrri sýn og markvissri nálgun tryggjum við að stjórnendur fái skipulag sem styrkir reksturinn í dag og styður framtíðarsýnina.

Viltu passa að stjórnskipulagið styðji við stefnu og vöxt fyrirtækisins?

Við hjá Intellecta höfum djúpa reynslu af mótun og innleiðingu skipulags sem virkar í íslenskum aðstæðum. Við vinnum náið með stjórnendum, speglum hugmyndir og brjótum vegferðina niður í skýr skref sem skila árangri. Hafðu samband og sjáðu hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að ná næsta stigi í vexti og samkeppnishæfni.