Lausnamiðuð ráðgjöf sem skilar árangri
Tæknitengd ráðgjöf hjá Intellecta snýst ekki bara um innleiðingu nýrra lausna, heldur að skapa raunverulegar breytingar sem styðja við rekstur, fólk og framtíðarsýn fyrirtækja. Við nálgumst hvert verkefni með lausnamiðaðri hugsun og djúpri þekkingu á bæði rekstri og mannauði. Það gerir okkur sterkari.
Við erum óháður samstarfsaðili og viðskiptavinir okkar geta treyst því að ráðgjöf okkar sé ætíð með þeirra hagsmuni í fyrirrúmi. Með fagmennsku og samhengi að leiðarljósi tryggjum við bestu ráðgjöfina á hverjum tíma.
Hvað felst í tæknitengdri ráðgjöf?
Við vinnum með fyrirtækjum og stofnunum að verkefnum sem snúa að tækni, ferlum og breytingum. Hér eru helstu svið sem við styðjum við:
Stafræn umbreyting
Við sérhæfum okkur í verkefnum sem snúa að breytingu á ferlum, færni og tækni. Við greinum þau, byggjum upp og stýrum á þann hátt sem líklegastur er til að skila sem mestum árangri til vaxtar og framþróunar.
https://intellecta.is/radgjof/verkefna-og-breytingastjornun-asamt-fraedslu/
Breytingastjórnun
Við höfum mikla reynslu af stjórnun breytinga innan fyrirtækja og stofnana, hvort sem þær snúa að innleiðingu nýrrar tækni eða hæfni, þróun þjónustuferla eða viðskiptamódela. Í slíkum verkefnum er gríðarlega mikilvægt að öllu ferlinu sé fagmannlega stýrt.
https://intellecta.is/radgjof/verkefna-og-breytingastjornun-asamt-fraedslu/
Verkefnastjórnun
Við tökum að okkur að stýra flóknum og fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini, hvort sem þau snúa að rekstri fyrirtækis eða hagsmunagæslu. Stundum getur verið dýrmætt að fá glöggt auga óháðs og utanaðkomandi aðila til að stýra slíkum verkefnum.
https://intellecta.is/radgjof/verkefna-og-breytingastjornun-asamt-fraedslu/
Samrunar og greining
Við sérhæfum okkur í greiningu tækifæra og áhættu við samruna. Við sjáum um greiningu áður en kemur að samruna fyrirtækja eða stofnana og fylgjum henni eftir með breytingastjórnun og ráðgjöf við framkvæmd. Regluleg stöðutaka og eftirfylgni með stjórnendum er einnig í boði ef þurfa þykir.
https://intellecta.is/radgjof/verkefna-og-breytingastjornun-asamt-fraedslu/
Fræðsla og vinnustofur
Við klæðskerasníðum fræðslu og verkefni út frá raunverulegum verkefnum og áskorunum og kennum á viðeigandi verkfæri og aðferðir í vinnustofum. Fræðsla og góð umgjörð breytinga er lykill að réttri hæfni og árangri.
https://intellecta.is/radgjof/verkefna-og-breytingastjornun-asamt-fraedslu/
Fyrir hvern er tæknitengd ráðgjöf Intellecta?
Fyrirtæki sem vilja nýta sér óháðan aðila sem þekkir umhverfi rekstrar og ráðninga og hljóta persónulega ráðgjöf sem skilar árangri. Við vinnum með stjórnendum, mannauðsfólki, upplýsingatækniteymum og öðrum sem bera ábyrgð á breytingum og þróun.
Ef þú ert að leita að sérhæfðri ráðgjöf í ráðningum fyrir upplýsingatækni, skoðaðu https://intellecta.is/radningar/.
Af hverju Intellecta?
- Við erum óháð öllum – nema viðskiptavinum. Árangur þeirra er okkar markmið.
- Við höfum gott auga fyrir framúrskarandi fólki.
- Erfiðustu verkefnin eru skemmtilegasta áskorunin.
- Við erum ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki – og sú samsetning tryggir dýpri þekkingu og víðtækari reynslu.
- Fyrsta skrefið að árangursríkri niðurstöðu er lausnamiðuð þjónusta.