Tækni


Intellecta aðstoðar fyrirtæki við tækniráðgjöf, sjálfvirknivæðingu og stafræna umbreytingu. Skilvirk tækni og gagnadrifnar lausnir fyrir framtíðina.

Framþróun byggir á hagnýtingu nýrrar tækni

Hagnýt tækni er lykillinn að skilvirkni, nýsköpun og samkeppnisforskoti. Hver sem staða félagsins er í stafrænni vegferð, hjálpum við þér að greina tækifæri og innleiða lausnir sem styðja stefnu og framtíðarsýn.

Hjá Intellecta öðlumst við innsýn í tækn­iþarfir félaga og leggjum fram skýra stefnu til umbóta. Markmiðið er að þróa starfsemi með skynsamlegri nútímatækni og stafrænni umbreytingu.


Stafræn vegferð– Stefnumótun og árangur

Stafræn umbreyting snýst um meira en bara tækni. Hún kallar á breytingar á viðskiptamódelum, ferlum og menningu.

  • Stafræn umbreyting – Við greinum þarfir, mótum stefnu og tryggjum árangur í stafrænni vegferð.
  • Vegvísir – Við skilgreinum markvissa stefnu sem byggir á raunverulegri stöðu og markmiðum.
  • Stafrænar lausnir – Við vöndum val, innleiðingu og samræmingu tæknilausna sem styðja reksturinn.
  • Leiga á CIO – Sérhæfðir stjórnendur geta komið að borðinu þegar á þarf að halda.
  • Verkefnastjórnun og innleiðing lausna – Við stýrum innleiðingu kerfa, lausna og þróunarverkefna fyrir hönd viðskiptavina og tryggjum að framkvæmdin gangi snurðulaust fyrir sig.

Sjálfvirkni – Tækifæri til aukinnar skilvirkni

Sjálfvirknivæðing er lykilatriði í að draga úr handvirkra endurtekningu og auka skilvirkni. Við aðstoðum við að meta tækifæri til sjálfvirknivæðingar og innleiða lausnir sem skila raunverulegum árangri.

  • Stöðumat – Við greinum núverandi ferla og forgangsröðum verkefnum byggt á stefnu.
  • Sjálfvirknivæðing ferla – Við auðveldum þér að sjálfvirknivæða tímafrek og endurtekin verkefni.
  • Snjallar lausnir – Við styðjum við val, innleiðingu og stjórnun tæknilausna.
  • Greining og mótun ferla – Við greinum verklag og innleiðum úrbætur sem styðja væntingar og markmið.
  • Flæði gagna og gagnagæði – Greining og mótun á flæði gagna er undirstaða sjálfvirknivæðingar og stafrænnar umbreytingar. Við greinum gögn, aukum gæði þeirra og mótum stefnu sem tryggir að þau nýtist sem best í sjálfvirkum ferlum og viðskiptatengdum ákvörðunum.

Tækniráðgjöf – Skipulag og stefna

Markviss stefna og greining tækni er undirstaða árangursríkrar stafrænnar vegferðar.

Intellecta hefur dýrmæta reynslu í stefnumótun og innleiðingu tæknilausna. Hafðu samband og látum stafrænu vegferðina ná nýjum hæðum!

Við veitum frekari upplýsingar:


Guðmundur Arnar Þórðarson

Guðmundur Arnar Þórðarson

Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason