Stöðumat á hugbúnaðargerð

Við veitum stjórnendum sérhæfða ráðgjöf í upplýsingatækni. Með skýrri stefnumótun, öflugu upplýsingaöryggi og markvissri verkefnastjórnun styðjum við fyrirtæki í stafrænum umbreytingum sem skila árangri.

Hugbúnaðargerð sem styður stefnu, fólk og ferla

Stöðumatslíkan Intellecta metur þroskastig hugbúnaðargerðar fyrirtækisins út frá bestu starfsvenjum í greininni. Við skoðum hversu vel ferlarnir eru skilgreindir, hvernig þeir styðja við stefnu fyrirtækisins og hversu virk þátttaka hagsmunaaðila er í þróunarferlinu.

Birna Dís að vinna á kaffihúsi Intellecta

Frá grunnstigi til framúrskarandi – fjögur stig hugbúnaðargerðar

1. Viðbragð

Ferlar eru óskipulagðir og óformlegir. Árangur byggir á einstaklingsframtaki og þróunin er drifin áfram af vandamálum sem koma upp. Nýsmíði er tilviljanakennd og ferlarnir styðja ekki við heildarstefnu fyrirtækisins.

2. Framvirk

Ferlar eru að hluta skilgreindir og nálgunin kerfisbundin. Árangur byggir enn á einstaklingum, ábyrgð er óskýr og þróunin drifin áfram af hagræðingu og vandamálum.

3. Samræmd

Hugbúnaðarferlar eru skjalfestir og fylgt ákveðnum leiðbeiningum. Bestu starfsvenjur eru nýttar að hluta, hagsmunaaðilar taka þátt og þróunin er drifin áfram af umbótum og hagræðingu.

4. Stefnumótandi

Hugbúnaðarferlar eru skjalfestir, mældir og í stöðugri þróun. Bestu starfsvenjur og sjálfvirknivæðing eru fullnýttar, hagsmunaaðilar taka virkan þátt og þróunin er drifin áfram af stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins.

Teikning af manni sem stendur við form til að fylla út

70% hugbúnaðarverkefna fara fram úr kostnaði​

Með stöðumat færðu skýra mynd af hugbúnaðarþróuninni, sérð hvar má bæta skilvirkni og hvernig hægt er að vinna eftir bestu starfsvenjum

Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Hvaða spurninga þarf að spyrja sig um hugbúnaðargerð

Er hún fyrst og fremst til að halda kerfum gangandi með villulagfæringum og daglegum rekstri eða er hún nýtt sem drifkraftur til að bæta starfsemina, auka skilvirkni og styðja við stefnu fyrirtækisins?
Með stöðumati færðu skýra mynd af stöðu hugbúnaðargerðarinnar í dag og hvaða tækifæri eru til að gera hana að lykilþætti í framtíðarárangri.

Við greinum lykilþætti hugbúnaðargerðar​

Þátttaka hagsmunaaðila

Við skoðum hvernig notendur og hagsmunaaðilar taka þátt í hugbúnaðarferlinu og hvernig gengið er úr skugga um að þarfir þeirra skili sér í lokaafurð. Virk þátttaka er lykilatriði til að kerfin styðji bæði fólk og ferla og skapi raunverulegan ávinning.

Teikning af starfsfólki að teikna á töflu
Lea Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Arnar Þórðarson á fundi

Af hverju að velja Intellecta?

Við hjá Intellecta höfum einstaka blöndu af sérþekkingu á rekstri, mannauði og tækni sem gerir okkur kleift að greina hugbúnaðargerð út frá heildarmyndinni. Stöðumatslíkanið okkar byggir á bestu starfsvenjum en er aðlagað íslenskum aðstæðum, þannig að niðurstöðurnar eru ekki bara fræðilegt mat, heldur hagnýt leiðsögn fyrir stjórnendur. Með okkur færðu skýra mynd af því hvar þú stendur, hvar tækifærin liggja og hvernig hugbúnaðarþróun getur raunverulega stutt við stefnu og vöxt fyrirtækisins.