Upplýsingaöryggisstefna
Hvað gerum við til að hjálpa við upplýsingaöryggi ?
Hjá Intellecta mótum og innleiðum við upplýsingaöryggisstefnu sem virkar í raunveruleikanum. Við byggjum á reynslu, innsæi og bestu starfsvenjum til að tryggja að stefnan sé skýr, framkvæmanleg og í samræmi við lög og reglur.
Með vinnustofum með lykilstjórnendum og ítarlegri greiningu leggjum við grunn að stefnu sem styður reksturinn, verndar gögn og kerfi, og tryggir öryggi fólksins sem vinnur innan fyrirtækisins.
Hverjir eru lykilþættir upplýsingaöryggisstefnu?
Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Skilgreining á ábyrgð, hlutverkum og ferlum sem tryggja samræmda framkvæmd.
Aðgangsstýringar
Aðeins viðeigandi aðilar fá aðgang að viðkvæmum upplýsingum og kerfum.
Gagnavernd og afritun
Örugg varðveisla og endurheimtun gagna, því mistök geta kostað dýrt.
Net- og notendaöryggi
Mótvægisaðgerðir gegn netárásum og áhættu í stafrænu umhverfi.
Viðbragðsáætlanir
Skýr ferli fyrir tilkynningar, viðbrögð og endurheimtun ef öryggisatvik verða.
Fræðsla og þjálfun
Starfsfólk er lykillinn. Við tryggjum að allir skilji hlutverk sitt í öryggismálum.
Rekstraröryggi og samfelldur rekstur
Áhættumat og skipulag sem tryggir órofinn rekstur.
Samræmi við lög og reglugerðir
Stefnan tryggir að vinnulag feli ekki í sér lagalega áhættu.
Ferlið: frá þörf til virkni
Við leiðum ferlið frá upphafi til enda
1. Greining á þörfum og áhættu
Við kortleggjum starfsemi, lagalegar kröfur og áhættur.
2. Vinnustofa með lykilstjórnendum
Þverfagleg samvinna tryggir að stefnan endurspegli raunveruleikann.
3. Innleiðing og eftirfylgni
Stefnan er lifandi ferli sem þróast með breyttum aðstæðum. Við leggjum til reglulega endurskoðun á stefnunni, að lágmarki á tveggja ára fresti.
NIS 2 – Aukin ábyrgð stjórnenda
Með NIS 2 reglugerðinni bera stjórnendur persónulega ábyrgð á upplýsingaöryggi. Brot geta haft alvarlegar afleiðingar í formi fjársekta og viðurlaga.
Við hjá Intellecta aðstoðum við að móta ferla og stefnu sem standast kröfur NIS 2 og tryggja faglega framkvæmd – þannig að stjórnendur geti sinnt skyldum sínum af öryggi og fyrirtækið starfað í traustu umhverfi.
NIS 2 reglugerðin verður innleidd í íslensk lög á næstu misserum. Hægt er að lesa nánar um reglugerðina hér: NIS2 Directive: securing network and information systems | Shaping Europe’s digital future
Við tryggjum að stefnan virki
Hjá Intellecta styðjum við stjórnendur í að móta stefnu sem er sterk, raunhæf og framkvæmanleg. Við sameinum djúpa þekkingu á rekstri og mannauði, sem gerir okkur að sterkum samstarfsaðila sem tryggir raunverulegan árangur.
Af hverju að velja Intellecta?
Reynsla og fagleg nálgun
Við höfum mikla reynslu af ráðgjöf í stefnumótun og upplýsingaöryggi. Fagleg vinnubrögð og traust aðferðafræði tryggja að verkefnin skili árangri.
Hagnýt vinnuferli
Við vinnum með stjórnendum og lykilaðilum í gegnum allt ferlið. Þátttaka þeirra tryggir að niðurstöðurnar verði raunhæfar og festist í sessi.
Sérsniðin lausn
Við mótum stefnu og aðgerðir í takt við þarfir og aðstæður hvers fyrirtækis. Þannig verður lausnin markviss, framkvæmanleg og árangursrík.