Upplýsingatækniráðgjöf

Við veitum stjórnendum sérhæfða ráðgjöf í upplýsingatækni sem tengir saman stefnu, rekstur og tækni. Með skýrri stefnumótun, öflugu upplýsingaöryggi og markvissri verkefnastjórnun styðjum við fyrirtæki í stafrænum umbreytingum sem skila mælanlegum árangri.

Upplýsingatækniráðgjöf fyrir framsýna stjórnendur

Árangursríkur rekstur krefst markvissrar notkunar upplýsingatækni. Með réttri stefnu og aðferð getur tækni eflt þjónustu, bætt skilvirkni og skapað samkeppnisforskot. Intellecta veitir heildstæða upplýsingatækniráðgjöf sem sameinar stefnu, upplýsingaöryggi, stafræna umbreytingu og verkefnastjórnun. Þannig verður tæknin drifkraftur árangurs í stað þess að vera hindrun.

Teikning: öflug ofurkona
Sóllilja Rut að skoða texta og brosir breitt á meðan Baldur Jónsson situr hjá

Heildstæð nálgun sem tengir stefnu og tækni

Tækni er ekki markmið heldur tæki til að skapa árangur. Við nálgumst upplýsingatækni út frá heildarmyndinni, þar sem hún er samofin stefnumótun, árangursmælingum og rekstrarhagkvæmni. Stafræn umbreyting snýst þannig ekki aðeins um nýja tækni, heldur nýjar aðferðir sem einfalda vinnulag, bæta þjónustu og auka skilvirkni.

Upplýsingatækniráðgjöf okkar nær yfir

Innleiðingu stafrænna lausna og umbreytinga

Skipulagningu stafrænna vegferða

Verkefnastjórnun og framkvæmd upplýsingatækniverkefna

Stefnumiðuð útvistun

Stafræn umbreyting með skýrri stefnu

Stafræn umbreyting er stefnumótandi þróun sem nær til alls rekstrarins. Intellecta styður stjórnendur við að greina stöðu, móta skýra stefnu og innleiða lausnir sem skila mælanlegum árangri. Við einfalda ferla, veljum rétta tækni og sjáum til að innleiðing gangi hnökralaust fyrir sig.

Teikning af manni að benda á súlurit með priki
Teikning: Kona sem er hugbúnaðarverkfræðingur og mynd af skjánum og flæði

Breytingastjórnun og verkefnastjórnun

Breytingar í upplýsingatækni krefjast skýrrar stefnu og markvissrar innleiðingar með breytingastjórnun. Intellecta styður stjórnendur í gegnum allt ferlið með skipulögðu verklagi og aðlögun starfsfólks, þannig að breytingar skapi mælanlegan árangur í rekstri.

Við tökum einnig að okkur faglega verkefnastjórnun í upplýsingatækni. Hvort sem um er að ræða innleiðingu nýrrar tækni, skipulagningu kerfa eða þróun lausna fylgjum við eftir að verkefnin séu skýr, á réttum tíma og skili raunverulegum umbótum

Sveigjanleg upplýsingatækniráðgjöf fyrir ólíkar þarfir

Hvort sem þörfin er lítið samráð, stefnumótun eða umfangsmikil umbreyting, veitir Intellecta lausnir sem auka árangur. Við vinnum náið með stjórnendum að því að móta skýra sýn á stafræna þróun og styðjum innleiðingu sem er bæði árangursrík og sjálfbær.

Með okkar aðstoð færðu stjórn á upplýsingatækninni. Við sjáum til að tæknin vinni með þér að framtíðarsýn fyrirtækisins og styðji reksturinn til lengri tíma.

Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason