Upplýsingatæknistefna
Upplýsingatæknistefna tengir saman tækni, rekstur og framtíðarsýn. Skýr stefna auðveldar stjórnendum að taka réttar ákvarðanir, forðast dýr mistök og stuðla að tæknin styðji við markmið fyrirtækisins.
Hjá Intellecta byggjum við á innsæi, reynslu og mælanlegum markmiðum, þannig að upplýsingatæknin verði traustur grunnur fyrir skilvirkan rekstur og öruggan vöxt.
Upplýsingatæknistefna sem styður stefnu og árangur
Tæknin á að styðja við reksturinn, ekki stýra honum.
Skýr upplýsingatæknistefna tengir saman viðskiptasýn og tæknilega innviði, þannig að val á tækni verði í takt við stefnu og markmið fyrirtækisins.
Hjá Intellecta hjálpum við fyrirtækjum að móta stefnu sem skapar raunverulegan árangur, án þess að binda sig við ákveðna tækni eða birgja
Undirstefnur sem styðja við upplýsingatæknistefnu og heildarstefnu fyrirtækisins
Tryggir vernd gagna og reksturs með skýrum viðmiðum um öryggi, persónuvernd og áhættustjórnun.
Skýjastefna
Skilgreinir hvernig skýjalausnir nýtast til að auka sveigjanleika, bæta öryggi og draga úr kostnaði.
Hugbúnaðarþróunarstefna
Mótar hvernig hugbúnaður er hannaður, forgangsraðaður og innleiddur, með fókus á gæði, skilvirkni og nýsköpun.
Hvernig mótum við upplýsingatæknistefnu?
Við byrjum á að skilja stöðuna og skilgreina hvert fyrirtækið vill fara. Mótun upplýsingatæknistefnu byggir á gagnagreiningu, samtölum og vinnustofu með stjórnendum. Við kortleggjum tækifæri, metum núverandi lausnir og skilgreinum framtíðarsýn sem styður rekstrarmarkmið.
Ferlið veitir stjórnendum sameiginlegan skilning, skýra sýn og traustan ramma fyrir tæknilegar ákvarðanir. Hjá Intellecta undirbyggjum við að stefnan verði ekki bara til, heldur skili raunverulegum árangri.
Regluleg endurskoðun tryggir áframhaldandi árangur
Upplýsingatæknistefna er ekki lokað skjal, hún þarf að þróast með rekstrinum. Til að halda henni í takt við hraðar tæknibreytingar og breyttar þarfir mælum við hjá Intellecta með uppfærslu hennar á tveggja ára fresti.
Með reglulegri endurskoðun hámarkast virði tækniinnviða, rekstrarhagkvæmni batnar og samkeppnishæfni styrkist. Þannig búum við þannig um að tæknin og hagnýting hennar styðji við stefnu og árangur, ekki aðeins í dag, heldur líka til framtíðar.
Rétt tækni á röngum tíma er röng tækni.
Skýr upplýsingatæknistefna tryggir að tæknival sé í takt við þarfir fyrirtækisins, markmið og árangur
Upplýsingatæknistefna nýtist sem
- Fyrsta skref í átt að stafrænni umbreytingu
- Verkfæri til að ná stjórn á kostnaði
- Undanfari stefnumiðaðrar útvistunar
- Endurmat á stöðu útvistunar
- Greining á mörkum innvistunar og útvistunar
- Rammi fyrir stöðugar umbætur eða stærri verkefni
Hvernig hjálpum við?
Við hjá Intellecta sérhæfum okkur í stefnumótun og þróun upplýsinga- og tæknimála. Við vinnum með stjórnendum að mótun stefnu sem tryggir að innviðir og lausnir styðji bæði rekstrarmarkmið og framtíðarsýn fyrirtækisins.
Ferlið byggir á greiningu, samtali og sérsniðnum vinnufundum sem gera stefnuna skýra og framkvæmanlega. Að auki styðjum við faglega innleiðingu og eftirfylgni, þannig að stefnan skili raunverulegum árangri.
Af hverju að velja Intellecta?
Reynsla og fagleg nálgun
Við höfum áratuga reynslu af rekstri, uppbyggingu kerfa, kerfishögun, innleiðingum, stefnumótun og upplýsingaöryggi. Fagleg vinnubrögð og traust aðferðafræði styðja að verkefnin skili árangri.
Hagnýt vinnuferli
Við vinnum með stjórnendum og lykilaðilum í gegnum allt ferlið. Þátttaka þeirra tryggir að niðurstöðurnar verði raunhæfar og festist í sessi. Við brúum bilið á milli hagaðila, innri og ytri eða viðskiptahliðar og upplýsingatækni.
Sérsniðin lausn
Við mótum stefnu og aðgerðir í takt við þarfir og aðstæður hvers fyrirtækis. Þannig verður lausnin markviss, framkvæmanleg og árangursrík. Engu að síður höfum við mótað aðferðir og verkfæri sem hjálpa okkur að vinna á skilvirkan hátt.