Sjálfvirknivæðing ferla

Sjálfvirknivæðing einfaldar vinnulag, eykur nákvæmni og skilar meiri árangri á skemmri tíma. Hún losar starfsfólk undan endurteknum verkefnum og gefur svigrúm fyrir meiri verðmætasköpun og betri nýtingu mannauðs sem skilar sér í aukinni starfsánægju.

Sjálfvirknivæðing sem skilar árangri

Sjálfvirknivæðing dregur úr villuhættu, eykur afköst og sparar tíma. Með réttum verkfærum losnar starfsfólk undan endurteknum verkefnum og getur beint kröftum sínum að verkefnum sem skapa raunverulegan virðisauka. Þannig nýtist sérfræðiþekking og skapandi hugsun betur, upplýsingaflæði verður hraðara og ákvarðanataka markvissari, sem styrkir reksturinn í heild.

Guðmundur Arnar Þórðarson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að skoða eitthvað í tölvunni

Hagnýt dæmi um sjálfvirknivæðingu

Sjálfvirk gagnaöflun og skýrslugerð

Kerfi sem safna gögnum og búa til skýrslur án handavinnu

RPA lausnir (Robotic Process Automation) 

Róbótar sem taka yfir endurtekin verkefni og spara tíma

Gagnadrifnar ákvarðanir

Sjálfvirk úrvinnsla rauntímagagna hraðar og bætir ákvarðanir

Samþætting kerfa

Upplýsingar flæða sjálfkrafa milli kerfa án handvirks inngrips

Sjálfvirkni í
viðskiptavinaþjónustu

Spjallmenni og tölvustýrðar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina

Intellecta styður þig í allri vegferð ferlastjórnunar

Við metum stöðuna í dag og drögum fram bæði styrkleika, veikleika og tækifæri.

Kortleggjum og greinum núverandi ferla til að finna tækifæri til úrbóta

Hönnum skilvirkari vinnuferla sem styðja markmið fyrirtækisins.

Styðjum að nýir ferlar festist í sessi og skili árangri

Nýtum rétta tækni til að auka hraða, nákvæmni og skilvirkni

Teikning af manni að horfa á feril vöruþróunar
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Hvernig Intellecta skilar árangri

Við höfum áralanga reynslu af greiningu ferla og innleiðingu breytinga í fjölbreyttu rekstrarumhverfi. Hvert verkefni byggir á sérsniðnum lausnum sem styðja raunverulegar þarfir fyrirtækisins og skila mælanlegum árangri.

Við stöndum með stjórnendum frá fyrstu greiningu til lokaútfærslu. Hvort sem um er að ræða smærri úrbætur eða umfangsmiklar umbreytingar sjáum við til þess að sjónarmið allra hagsmunaaðila fái vægi. Með skýrri stefnu og markvissri samræmingu bætum við upplýsingaflæði, aukum skilvirkni og styrkjum samstarf þannig að breytingarnar festist í sessi og skapi varanlegan ávinning.

Við veitum frekari upplýsingar

Einar Þór Bjarnason, prófíl mynd

Einar Þór Bjarnason

Guðmundur Arnar Þórðarson, prófíl mynd

Guðmundur Arnar Þórðarson

Kristján Einarsson, prófíl mynd

Kristján B. Einarsson