Vegferð
Umbreytingar gerast ekki í einu skrefi. Við hjá Intellecta styðjum stjórnendur í gegnum alla vegferðina, frá fyrstu greiningu til innleiðingar og eftirfylgni. Hvort sem verkefnin snúa að stafrænni þróun, breytingum í rekstri eða styrkingu mannauðsstjórnunar, tryggjum við markvisst ferli sem er framkvæmanlegt og skilar mælanlegum árangri.
Réttur stuðningur á hverju stigi vegferðarinnar
Við stöndum með stjórnendum í breytingum
Hvort sem um er að ræða smærri úrbætur eða stórar umbreytingar, tryggjum við að ferlið sé markvisst og árangursríkt.
Við komum til aðstoðar
Stjórnendur geta treyst á sérfræðinga okkar, hvort sem þarf tímabundinn mannauðsstjóra, CIO eða ráðgjöf sem fyllir í skörðin þegar mest á reynir.
Algengar þjónusta
Stafræn umbreyting snýst um meira en tækni. Hún krefst stefnumótunar, breytingastjórnunar og verkefnastjórnunar.
Við undirbúum, greinum tækifæri og áhættu, stýrum samruna og breytingum með eftirfylgni sem skilar árangri.
Innleiðing stafrænna lausna
Við hjálpum fyrirtækjum að innleiða stafrænar lausnir á farsælan hátt, þannig að þær nýtist í daglegum rekstri, auki skilvirkni og styðji við langtímamarkmið
Mannauðsstjóri til leigu
Við leggjum til mannauðssérfræðing sem verður hluti af stjórnskipulaginu og tengir mannauðsstjórnun við stefnumótun og rekstrarárangur.
Við bjóðum reynda upplýsingatæknistjóra sem stýra stafrænum umbreytingum, ferlum og tækni með skýrri sýn og ábyrgð.
Við stýrum breytingum af öryggi og fagmennsku, hvort sem þær snúa að tækni, hæfni, þjónustuferlum eða viðskiptamódelum.