Einstaklingar

Intellecta býr yfir langri og góðri reynslu af ráðningum fyrir fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi. Með faglegri nálgun og öflugu tengslaneti hefur Intellecta aðstoðað fjölda fyrirtækja við að finna rétta einstaklinga í lykilhlutverk.

Fyrsta skrefið

Fyrsta skrefið er að skrá sig hjá okkur með því að senda inn almenna umsókn og ferilskrá (CV). Intellecta tryggir að öll gögn umsækjenda séu meðhöndluð í fullum trúnaði. Engin gögn eru afhent viðskiptavinum nema með skýru samþykki umsækjanda.

Við leggjum ríka áherslu á persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga í samræmi við gildandi lög og reglur. Þú getur kynnt þér persónuverndarstefnu Intellecta hér:

Kristján B. Einarsson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að veita ráðgjöf og skoða eitthvað í tölvunni á meðan Thelma Kristín Kvaran horfir á. Allt auðvitað skemmtilega sviðsett fyrir ljósmyndarann
Ragnheiður Birna Björnsdóttir portrait inni á stigagangi með tölvu í hönd

Ferilskrá

Mikilvægt er að umsókn fylgi ferilskrá þar sem koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda og annað sem skiptir máli varðandi bakgrunn viðkomandi. Miklu máli skiptir að vanda til uppsetningar á ferilskrá. Æskilegt er að hún sé 1-2 blaðsíður. Gagnlegt er að biðja einhvern um að lesa yfir ferilskrána og koma með ábendingar um það sem betur má fara áður en hún er send. 

Æskilegt að komi fram í ferilskrá

Ágætt er að telja fyrst upp það nýjasta í starfsreynslu og menntun. 

  • Nafn, símanúmer og netfang
  • Menntun og námsferill
  • Starfsreynsla og lýsing á helstu verkefnum
  • Tölvu- og tungumálakunnátta
  • Annað sem umsækjandi vill að komi fram
  • Umsagnaraðilar
Hjörvar Sigurðsson og Sóllilja Rut að spjalla við þriðju persónuna

Við veitum frekari upplýsingar

Birna Dís Bergsdóttir, prófíl mynd

Birna Dís Bergsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir, prófíl mynd

Helga Birna Jónsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir, prófíl mynd

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lovísa Kristín Þórðardóttir, prófil mynd

Lovísa Kristín Þórðardóttir

Sigríður Svava Sandholt, prófíl mynd

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran, prófíl mynd

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon prófíl mynd

Torfi Markússon

Þuríður prófíl mynd

Þuríður Pétursdóttir