Einstaklingar
Intellecta býr yfir langri og góðri reynslu af ráðningum fyrir fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi. Með faglegri nálgun og öflugu tengslaneti hefur Intellecta aðstoðað fjölda fyrirtækja við að finna rétta einstaklinga í lykilhlutverk.
Fyrsta skrefið
Fyrsta skrefið er að skrá sig hjá okkur með því að senda inn almenna umsókn og ferilskrá (CV). Intellecta tryggir að öll gögn umsækjenda séu meðhöndluð í fullum trúnaði. Engin gögn eru afhent viðskiptavinum nema með skýru samþykki umsækjanda.
Við leggjum ríka áherslu á persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga í samræmi við gildandi lög og reglur. Þú getur kynnt þér persónuverndarstefnu Intellecta hér:
Ferilskrá
Mikilvægt er að umsókn fylgi ferilskrá þar sem koma fram upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda og annað sem skiptir máli varðandi bakgrunn viðkomandi. Miklu máli skiptir að vanda til uppsetningar á ferilskrá. Æskilegt er að hún sé 1-2 blaðsíður. Gagnlegt er að biðja einhvern um að lesa yfir ferilskrána og koma með ábendingar um það sem betur má fara áður en hún er send.
Æskilegt að komi fram í ferilskrá
Ágætt er að telja fyrst upp það nýjasta í starfsreynslu og menntun.
- Nafn, símanúmer og netfang
- Menntun og námsferill
- Starfsreynsla og lýsing á helstu verkefnum
- Tölvu- og tungumálakunnátta
- Annað sem umsækjandi vill að komi fram
- Umsagnaraðilar