Starfslokaráðgjöf einstaklinga

Starfslok geta verið áskorun en þau bjóða líka upp á ný tækifæri. Hjá ráðningaþjónustu Intellecta leggjum við áherslu á að styðja einstaklinga á þessum tímamótum með persónulegri og faglegri ráðgjöf. Markmiðið er að auðvelda umskiptin, styrkja sjálfstraust og hjálpa hverjum og einum að finna næsta skref á ferlinum.

Af hverju á ég að sækja mér starfslokaráðgjöf?

Ráðgjafar okkar hafa mikla reynslu af því að leiða fólk í gegnum breytingar á starfsferli sínum. Með hlýju, fagmennsku og markvissum aðferðum hjálpum við fólki að horfa fram á veginn og finna næsta tækifæri.

Hafðu samband og við skoðum með þér næstu skref.

Thelma Kristín Kvaran og Einar Þór Bjarnason að skoða pappíra sem þeim þykir broslegt þar sem Intellecta notar ekki pappír lengur

Hvað felst í starfslokaráðgjöf?

Stöðugreining og markmiðasetning

Greining á stöðu einstaklings og framhaldið skilgreint.

Yfirferð á ferilskrá og fylgigögnum

Uppfærsla, umbætur og ábendingar sem auka líkur á árangri.

Leit að nýjum tækifærum

Umræður um atvinnumöguleika, markaðinn og hvernig nýta má styrkleika viðkomandi.

Viðtalsþjálfun og eftirfylgni

Æfingar, ráð og stuðningur í gegnum ferlið, bæði á fundum og í gegnum síma eða tölvupóst.

Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Starfslokaráðgjöf sniðin að þörfum einstaklingsins

Upplifun einstaklinga á þessum tímamótum getur verið ólík. Starfslokaráðgjöf Intellecta er einstaklingsráðgjöf og er alltaf sniðin að þörfum hvers og eins.

Þjónustan felur í sér allt að þrjár klukkustundir sem nýta má í fundi og aðgang að ráðgjafa í gegnum síma og tölvupóst í allt að þrjá mánuði eftir að verkefni er hafið.

Hafðu samband við okkur

Starfslok geta verið tækifæri til vaxtar, leyfðu okkur styðja þig í næstu skrefum!

Við hjá Intellecta bjóðum upp á faglega og persónulega starfslokaráðgjöf sem getur hjálpað þér að greina styrkleika þína, skoða næstu möguleika og byggja upp sjálfstraust fyrir framtíðina.
Bókaðu tíma hjá ráðgjafa okkar, það getur verið fyrsta skrefið að nýju tækifæri.

Birna Dís

Bóka fund með ráðgjafa