Fyrirtæki

Rétt manneskja á réttum stað er ekki tilviljun, það er niðurstaða vandaðs ráðningaferlis. 

Þegar aðeins hið besta dugar

Rétt ráðning getur breytt öllu. Hún skapar árangur, styrkir teymi og eykur samkeppnishæfni. Hjá Intellecta sérhæfum við okkur í starfsmannaleit, að finna ekki bara hæfasta einstaklinginn, heldur þann sem passar best í menningu og framtíðarsýn fyrirtækis eða stofnunar. 

Kristján B. Einarsson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að veita ráðgjöf og skoða eitthvað í tölvunni á meðan Thelma Kristín Kvaran horfir á. Allt auðvitað skemmtilega sviðsett fyrir ljósmyndarann
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Vönduð starfsmannaleit

Með áralanga reynslu, sterku tengslaneti og djúpri þekkingu á íslenskum vinnumarkaði finnum við rétta manneskju, hvort sem leitað er að stjórnanda, sérfræðingi, upplýsingatæknisérfræðingi eða starfsfólki í skrifstofu-  og þjónustuhlutverk.

Af hverju að velja ráðningaþjónustu Intellecta?

Fagmennska og trúnaður
Við sjáum um allt ferlið með traust og virðingu að leiðarljósi. Við notum greiningar, viðtöl og próf sem styrkja ákvarðanir. 

Bein leit (head-hunting)
Við leitum beint til þeirra hæfustu, jafnvel þótt þeir séu ekki í atvinnuleit. Ráðgjafar okkar búa yfir sterku tengslaneti og djúpri þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. 

Sérþekking á opinberum ráðningum
Við tryggjum gagnsæi og jafnræði í ferli sem stenst fyllsta traust og fylgir þeim lögum og reglum sem gilda um ráðningar opinberra starfsmanna. 

Við finnum fólkið fyrir þig

Við bjóðum upp á heildstæða ráðningaþjónustu:

  • Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga
  • Opinberar ráðningar
  • Skrifstofu- og þjónustustörf
  • Störf í upplýsingatækni

 

Auk þess veitum við ráðgjöf við gerð starfslýsinga, ráðningasamninga, fyrirlögn persónuleikaprófa og erum með þér í gegnum allt ráðningarferlið.

Hafðu samband og við finnum lausnina sem hentar þínu fyrirtæki.

Kristján B. Einarsson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að veita ráðgjöf og skoða eitthvað í tölvunni á meðan Thelma Kristín Kvaran horfir á. Allt auðvitað skemmtilega sviðsett fyrir ljósmyndarann

Bóka fund með ráðgjafa