Námskeið
Við bjóðum upp á hagnýt og sérsniðin námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem vilja efla hæfni sína í lykilverkefnum tengdum ráðningum.
Námskeiðin okkar fjalla meðal annars um ráðningarferli, gerð starfslýsinga og aðra mikilvæga þætti sem stuðla að faglegum og árangursríkum vinnubrögðum.
Námskeið fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera
Þetta námskeið er sérsniðið fyrir stjórnendur hjá opinberum stofnunum sem bera ábyrgð á ráðningum. Farið er yfir öll helstu praktísku atriði ráðningarferlisins – frá auglýsingu starfs og meðferð umsókna til ákvarðanatöku og rökstuðnings.
Sérstök áhersla er lögð á að ferlið sé í samræmi við lög og reglur um ráðningu opinberra starfsmanna, þar á meðal stjórnsýslulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þátttakendur fá hagnýta innsýn í hvernig tryggja má faglegt, gagnsætt og lögmætt ráðningarferli sem stenst kröfur eftirlitsaðila og dómstóla.

Námskeið fyrir nýja stjórnendur
Ráðningar án mannauðsstjóra
Að ráða nýtt starfsfólk er eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda en það getur líka verið krefjandi, sérstaklega ef ekki er til staðar mannauðsstjóri til að leiða ferlið.
Á þessu námskeiði færð þú hagnýt verkfæri til að:
- Skilgreina þarfir og hlutverk starfa
- Búa til auglýsingar sem ná til rétta hópsins
- Undirbúa og taka árangursríkt viðtal
- Velja þann einstakling sem best passar í teymið og verkefnin framundan
Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í ráðningum og vilja tryggja faglegt og markvisst ferli frá upphafi.
Aðstoð við gerð starfslýsinga
Vel unnin starfslýsing er grunnurinn að árangursríkri ráðningu. Hún hjálpar m.a. stjórnendum að átta sig á því hvaða hæfni, reynslu og persónulegu eiginleikum er verið að leita að og gefur umsækjendum skýra mynd af væntingum og verkefnum.
Við aðstoðum fyrirtæki og stjórnendur við að:
- Skilgreina helstu verkefni og ábyrgðarsvið
- Draga fram þá hæfni sem skiptir máli fyrir starfið
- Móta skýrar kröfur og væntingar
- Setja upp starfslýsingu sem er bæði hnitmiðuð og aðlaðandi
Þannig verður auðveldara að laða að rétta fólkið, velja besta umsækjandann og leggja traustan grunn að farsælu samstarfi.
Klæðskerasniðin námskeið
Ráðgjafar ráðningaþjónustu Intellecta búa yfir víðtækri reynslu í mannauðsmálum og geta sett saman námskeið sem eru sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar.
Námskeiðin snúa að öllum helstu þáttum ráðningaferlisins, frá mótun starfslýsinga til viðtala og mats – og eru hönnuð til að styðja við fagleg og árangursrík vinnubrögð. Sjá nánar um mannauðsráðgjöf.