Ráðningaþjónusta

Intellecta býður upp á heildstæða og faglega ráðningaþjónustu fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Faglegt ráðningarferli tryggir ekki aðeins árangur í dag, heldur leggur traustan grunn fyrir framtíðina. Góð ráðning er afleiðing vandaðs ferlis.

Við finnum fólkið fyrir þig

Við bjóðum upp á heildstæða ráðningaþjónustu:

  • Ráðningar stjórnenda og sérfræðinga
  • Opinberar ráðningar
  • Skrifstofu- og þjónustustörf
  • Störf í upplýsingatækni


Auk þess veitum við ráðgjöf við gerð starfslýsinga, ráðningasamninga, fyrirlögn persónuleikaprófa og erum með þér í gegnum allt ráðningarferlið.

Sigga og Thelma saman á kaffihúsi Intellecta að yfirfara umsóknir

Bóka fund með ráðgjafa

Ráðningar fyrir fyrirtæki

Intellecta hefur áratuga reynslu af ráðningum fyrir fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins. Við veitum heildræna og sérsniðna þjónustu, allt frá því að skilgreina þörfina til þess að tryggja farsæla ráðningu. Þjónustan okkar er persónuleg, fagleg og byggir á djúpum skilningi á mannauðsmálum og þörfum viðskiptavina.

Með öflugu tengslaneti og markvissum aðferðum getum við boðið upp á skilvirka og vandaða sérhæfða leit (headhunting) – þar sem réttur einstaklingur finnst hratt og örugglega.

Birna Dís Bergsdóttir að tala í símann inni í fundarherbergi
Hjörvar Sigurðsson upp við marmarann í Intellecta að spjalla við EInar Þór Bjarnason

Ráðningar fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög

Intellecta hefur áralanga reynslu af ráðningum fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög, þar sem kröfur um fagmennsku, gagnsæi og vandaða málsmeðferð eru í forgrunni. Við aðstoðum við ráðningar stjórnenda og sérfræðinga með heildrænni nálgun, allt frá greiningu á þörf og mótun starfslýsingar til auglýsingar, umsýslu umsókna og hæfnimats.

Sterkt orðspor og vönduð framkvæmd

Við vinnum í nánu samstarfi við þá sem hafa ráðningarvaldið og mótum matsramma og hæfniviðmið í samræmi við ströngustu kröfur stjórnsýslunnar. Intellecta nýtur trausts í þessum verkefnum og hefur byggt upp sterkt orðspor fyrir vandaða framkvæmd og áreiðanlega þjónustu.

Intellecta er aðili að rammasamningi ríkisins um ráðgjöf í mannauðsmálum, sem tryggir að ferlin séu í samræmi við opinberar kröfur og verklag. 

Kristján B. Einarsson og Lea Kristín Guðmundsdóttir að veita ráðgjöf og skoða eitthvað í tölvunni á meðan Thelma Kristín Kvaran horfir á. Allt auðvitað skemmtilega sviðsett fyrir ljósmyndarann

Við veitum frekari upplýsingar

Birna Dís Bergsdóttir, prófíl mynd

Birna Dís Bergsdóttir

Helga Birna Jónsdóttir, prófíl mynd

Helga Birna Jónsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir, prófíl mynd

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lovísa Kristín Þórðardóttir, prófil mynd

Lovísa Kristín Þórðardóttir

Sigríður Svava Sandholt, prófíl mynd

Sigríður Svava Sandholt

Thelma Kristín Kvaran, prófíl mynd

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon prófíl mynd

Torfi Markússon

Þuríður prófíl mynd

Þuríður Pétursdóttir