Starfslokaráðgjöf fyrirtækjaþjónusta

Starfslok geta verið áskorun en þau bjóða líka upp á ný tækifæri. Hjá ráðningaþjónustu Intellecta leggjum við áherslu á að styðja einstaklinga á þessum tímamótum með persónulegri og faglegri ráðgjöf. Með því að bjóða upp á stuðning og handleiðslu gefa fyrirtæki skýr merki um að þau beri umhyggju fyrir velferð starfsmanna sinna.

Af hverju starfslokaráðgjöf ?

Að veita starfsfólki ráðgjöf við uppsögn er skref í átt að ábyrgum og mannúðlegum breytingum. Fyrirtæki sem fjárfesta í slíkri þjónustu styrkja ímynd sína, draga úr neikvæðum viðbrögðum og styðja fólk til að komast hraðar aftur út á vinnumarkaðinn. Þetta er fagleg og hlý leið til að skilja við starfsfólk með virðingu, sem skilar sér til baka í trausti og jákvæðri upplifun af fyrirtækinu.

Hjörvar Sigurðsson og Sóllilja Rut að spjalla við þriðju persónuna

Hvað felst í starfslokaráðgjöf?

Stöðugreining og markmiðasetning

Greining á stöðu einstaklings og framhaldið skilgreint.

Yfirferð á ferilskrá og fylgigögnum

Uppfærsla, umbætur og ábendingar sem auka líkur á árangri.

Leit að nýjum tækifærum

Umræður um atvinnumöguleika, markaðinn og hvernig nýta má styrkleika viðkomandi.

Viðtalsþjálfun og eftirfylgni

Æfingar, ráð og stuðningur í gegnum ferlið, bæði á fundum og í gegnum síma eða tölvupóst.

Baldur Jónsson spjallar við Torfa Markússon og fær punkta um hvernig er best að nýta svona minnisbók

Starfslokaráðgjöf sniðin að þörfum einstaklingsins

Upplifun einstaklinga á þessum tímamótum getur verið ólík. Starfslokaráðgjöf Intellecta er einstaklingsráðgjöf og er alltaf sniðin að þörfum hvers og eins.

Þjónustan felur í sér allt að þrjár klukkustundir sem nýta má í fundi og aðgang að ráðgjafa í gegnum síma og tölvupóst í allt að þrjá mánuði eftir að verkefni er hafið.

Hafðu samband við okkur

Ráðgjafar okkar hafa mikla reynslu af því að leiða fólk í gegnum breytingar á starfsferli, sérstaklega í kjölfar uppsagna eða skipulagsbreytinga. Fyrirtæki sem velja að veita starfsfólki ráðgjöf á þessum tímamótum sýna ábyrgð, virðingu og vilja til að styðja við fólkið sitt. Þannig verður breytingin ekki endapunktur, heldur upphaf nýs kafla.

Ragnheiður Birna að ganga upp stigann í Höfðabakka 9a

Bóka fund með ráðgjafa