Stjórnarseta
Öflug stjórn er grunnur að góðum rekstri. Hún setur stefnu, tryggir góða stjórnarhætti og styður við árangur fyrirtækis til lengri tíma.
Við finnum rétta fólkið
Við hjá ráðningaþjónustu Intellecta sérhæfum við okkur í að finna hæfa einstaklinga í stjórnir fyrirtækja og stofnana, fólk sem sameinar reynslu, þekkingu og hæfni til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum.
Hvað felur þjónustan í sér?
Vinna okkar einkennist af fagmennsku og trúnaði með það að markmiði að tryggja rétta samsetningu af þekkingu, hæfni og óháðu sjónarhorni.
Þjónustan felur meðal annars í sér:
- Greiningu á þörfum stjórnar og verkefnum framundan
- Skilgreiningu á hlutverkum og hæfniskröfum stjórnarmanna
- Leit að hæfum einstaklingum sem henta í viðkomandi stjórnarstörf
- Aðstoð við mótun siðareglna og verklagsreglna stjórnar
Sterkara stjórnarteymi, sterkari niðurstöður
Við höfum í gegnum árin aðstoðað fjölbreytt fyrirtæki við að styrkja stjórnir sínar, bæði stórar sem smáar. Reynslan sýnir að markviss leit að stjórnarmönnum skapar aukið virði, betra jafnvægi og traustari ákvarðanir.
Viltu finna nýja stjórnarmenn eða kanna hvernig hægt er að styrkja stjórnina þína? Hafðu samband við sérfræðinga ráðningaþjónustu Intellecta.