Opinberar ráðningar
Intellecta hefur umfangsmikla reynslu af ráðningum fyrir ríki, sveitarfélög og opinberar stofnanir.
Við þekkjum bæði faglegu kröfurnar og þær stjórnsýslureglur sem gilda og vinnum eftir ferli sem tryggir gagnsæi og sterka, málefnalega niðurstöðu í hverju skrefi.
Ráðgjafar með sérfræðiþekkingu á sviði opinberra ráðninga
Við höfum stýrt fjölda ráðninga í stjórnunar- og sérfræðistöður, tekið þátt í hæfnisnefndum, stutt stjórnir, nefndir og stjórnendur í ráðningarferlum sem þurfa að standast strangar kröfur opinberrar stjórnsýslu um réttlæti, jafnræði og rökstuðning.
Þannig tryggjum við gagnsæi, fagmennsku og traust í öllum ráðningarferlum.
Nálgun Intellecta
Ráðningarferli Intellecta byggir á ferli sem sameinar bestu starfsvenjur mannauðsstjórnunar við skýrar kröfur stjórnsýslu.
Markmiðið er tvíþætt:
- Að hámarka líkur á því að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn
- Að tryggja að allar ákvarðanir séu málefnalegar, vel rökstuddar og standist lög og reglur
Þannig minnkum við áhættu á ágreiningi og þungum eftirmálum og tryggjum faglegt og traust ferli fyrir alla aðila.
Ráðningarferlið
Starfsgreining
Ítarleg greining á helstu verkefnum og lykiláskorunum
Skýrar hæfniskröfur sem hafa áhrif á matsferlið
Auglýsing og markaðssetning
Ráðgjöf um orðalag og birtingu
Markviss leit að hæfum umsækjendum
Ráðgjafar svara fyrirspurnum og veita umsækjendum upplýsingar
Mat á umsóknum með málefnalegum og fyrirfram skilgreindum viðmiðum
Skýr rökstuðningur á hverju stigi
Stöðluð, fagleg viðtöl með verkkaupa
Öflun umsagna
Hagnýt verkefni eða hæfnipróf ef það á við
Mat byggt á viðurkenndum aðferðum með sterkri forspá um árangur í starfi
Samantekt og ákvarðanataka
Skýr og fagleg heildargreining á umsækjendum
Rökstuddar ráðleggingar sem styðja stjórnendur, stjórnir og hæfnisnefndir við ákvarðanatöku
Gagnsæ og vönduð samskipti við alla umsækjendur
Upplifun þar sem virðing, jafnræði og skýr upplýsingagjöf eru í forgrunni
Ávinningur af samstarfi við Intellecta
Fagmennska og lagalegur fyrirsjáanleiki
Við tryggjum að ferlið uppfylli kröfur laga, reglugerða og stjórnsýslureglna án þess að slaka á faglegum kröfum um mat á hæfni.
Sterk rök fyrir ákvörðunum
Við veitum gögn, samantektir og rökstuðning sem gera stjórnendum og nefndum kleift að taka málefnalegar ákvarðanir.
Jafnrétti og hlutleysi
Við beitum aðferðum sem draga úr skekkju í mati, styðja kynjajafnrétti og tryggja að allir umsækjendur fái jafna meðferð.
Lítið álag á verkkaupa
Við tökum að okkur alla umsýslu, samskipti og utanumhald svo stjórnendur geti einbeitt sér að efninu frekar en ferlinu.
Ráðningar sem endast
Markmiðið er ekki aðeins að fylla stöðu, heldur að finna einstakling sem skilar árangri og hentar umhverfinu til langs tíma.