Forstjóralaun: Gögn og innsýn fyrir markvissa ákvarðanatöku
Laun forstjóra eru lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og hafa bein áhrif á samkeppnishæfni og árangur. Intellecta veitir sérhæfða þjónustu tengda forstjóralaunum með tveimur megin leiðum:
- Sérsniðnar skýrslur um forstjóralaunaviðmið – fyrir forstjóra og fyrirtæki sem vilja skýra mynd af markaðsviðmiðum.
- Árleg skýrsla um forstjóralaun hjá fyrirtækjum í Nasdaq Iceland kauphöllinni – dýrmæt innsýn í launaþróun stjórnenda stærstu skráðra félaga á Íslandi.
Skýrsla um forstjóralaun í Nasdaq Iceland kauphöllinni
Forstjóralaunaskýrsla 2024 er komin út!
Í árlegri skýrslu Intellecta um forstjóralaun hjá fyrirtækjum í Nasdaq Iceland kauphöllinni er fjallað um helstu þætti sem skýra mun á launum forstjóra. Þar er sérstaklega horft til stærðar fyrirtækja. Einnig er borinn saman launamunur milli skráðra og óskráðra félaga með tilliti til stærðar fyrirtækisins.
Auk þess er greining á umbunarkerfum stjórnenda og stjórnarlaunum byggð á opinberum gögnum. Með þessum upplýsingum geta stjórnendur og stjórnir fyrirtækja tekið upplýstar ákvarðanir um launasetningu og umbunarkerfi í takt við þróun markaðarins.
Hvað felst í skýrslunni?
- Samanburður á launum forstjóra eftir stærð fyrirtækja
- Greining á launamun milli skráðra og óskráðra fyrirtækja
- Yfirlit yfir umbunarkerfi stjórnenda
- Greining á stjórnarlaunum
- Viðmið fyrir launasetningu í samanburði við önnur fyrirtæki
Hvernig nýtist skýrslan?
Með því að nýta gögnin úr skýrslunni er hægt að:
- Fá skýra mynd af markaðsviðmiðum fyrir forstjóralaun
- Greina launasetningu í samanburði við sambærileg fyrirtæki
- Styðja við stefnumótun í umbunarkerfum og launaviðræðum
Pantaðu skýrsluna
Verð skýrslunnar er 275.000 kr. + vsk.
Hver skýrsla er sérmerkt kaupanda og ekki til frekari dreifingar. Pantaðu eintak og tryggðu þér mikilvæga innsýn í launamarkað forstjóra á Íslandi.
Smelltu hér til að panta skýrsluna.
Áhugasamir geta einnig kynnt sér kjarakönnun Intellecta, sem veitir enn ítarlegri upplýsingar um þróun launa og kjara á íslenskum vinnumarkaði.