Fjársýslan

Reykjavík

Löggiltur endurskoðandi

Fjársýslan leggur áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og til að mæta auknum kröfum auglýsir því eftir löggiltum endurskoðanda með yfirgripsmikla þekkingu, reynslu af samstæðuuppgjörum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum til starfa. 

Fjársýsla ríkisins er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála og veitir stofnunin ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf í umfangsmiklu reikningsskilaumhverfi ríkisins.

Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi og felur starfið í sér þátttöku í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila hjá ríkissjóði auk annarra umbóta- og þróunarverkefna fjármálasviðs. Starfið er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við faglegar áskoranir og taka þátt í að þróa reikningsskil ríkisins til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þátttaka í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS).
  • Vinna við gerð ríkisreiknings í samræmi við IPSAS.
  • Ráðgjöf til ríkisaðila varðandi bókhald, reikningsskil, áætlanagerð og afstemmingar.
  • Samræming reikningsskila og bókhalds ríkisaðila.
  • Mánaðar- og ársuppgjör ríkisaðila.
  • Umbóta- og þróunarverkefni.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennd er af endurskoðendaráði samkvæmt lögum um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019.
  • Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa samkvæmt reglugerð 595/2020.
  • Farsæl reynsla af samstæðuuppgjörum og uppgjörum stórra fyrirtækja samkvæmt IFRS.
  • Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum fyrir opinbera aðila er kostur.
  • Góð greiningarhæfni.
  • Góð þekking á Excel og upplýsingatækni.
  • Reynsla af nýtingu gervigreindar er kostur.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Um 100% starf er að ræða og við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.

 

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.