Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum og drífandi stjórnanda til að stýra skrifstofu málefna fatlaðs fólks. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks, þrífst á krefjandi verkefnum og hefur metnað til að veita framúrskarandi þjónustu.
Skrifstofa málefna fatlað fólks ber ábyrgð á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í Reykjavík, bæði faglega og fjárhagslega. Frá 1. febrúar sl. varð sú breyting á skipulagi að öll þjónusta fullorðins fatlaðs fólks heyrir beint undir skrifstofuna. Um er að ræða rúmlega 60 starfsstöðvar með um 1700 starfsmenn.
Skrifstofustjóri situr í framkvæmdastjórn velferðarsviðs og heyrir starfið undir sviðsstjóra.
Umsækjendur verða metnir út frá grunnkröfum varðandi menntun, hæfni og reynslu. Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á í kynningarbréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfnikröfu. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.
Skrifstofa velferðarsviðs er regnbogavottaður starfsstaður og í samræmi við mannréttinda- og velferðarstefnu Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.
Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forysta og fagleg ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík
- Ber ábyrgð á stefnumótun, heildstæðri þróun, samhæfingu, frumkvæði og nýbreytni í þjónustunni ásamt virku eftirliti með framkvæmd og gæðum í þjónustunni
- Ábyrgð á rekstri og eftirfylgni með fjármálum málaflokksins í nánu samstarfi við skrifstofu fjármála og reksturs
- Ber ábyrgð á skipulagi mannauðsmála á skrifstofu málefna fatlaðs fólks og þeim starfseiningum sem undir hana heyra í nánu samstarfi við mannauðsþjónustu velferðarsviðs
- Stýrir faglegu starfi og daglegum rekstri skrifstofunnar ásamt samstarfi og samráði við aðrar þjónustueiningar sviðsins, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og samstarfsaðila innan og utan borgar
- Ábyrgð, eftirfylgd og samvinna vegna þjónustusamninga framkvæmdaraðila og samstarfssamninga við félaga- og hagsmunasamtök
- Ber ábyrgð á almennri upplýsingamiðlun, meðal annars til hagsmunaaðila og fjölmiðla, um þjónustu og starfsemi málefna fatlaðs fólks á vegum velferðarsviðs
- Tekur þátt í undirbúningi funda velferðarráðs og situr fundi mannréttindaráðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og uppbyggingu liðsheildar, stjórnun krefjandi verkefna og umbótavinnu
- Yfirgripsmikil þekking á málefnum fatlaðs fólks og velferðarþjónustu sveitarfélaga
- Reynsla og þekking á fjármálastjórnun og áætlanagerð.
- Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu
- Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga
- Íslenskukunnátta C1 og enskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2025. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig Einarsdóttir í síma 411-1111 eða í gegnum tölvupóst: rannveig.einarsdottir@reykjavik.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.