Hafnarfjarðarbær

Reykjavik

Rekstrarstjóri á mennta- og lýðheilsusviði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf rekstrarstjóra á mennta- og lýðheilsusviði. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í lifandi og framsæknu starfsumhverfi við að skapa bestu mögulegu skilyrði fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði. Rekstrarstjóri heyrir undir sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sviðsstjóra og stjórnendur.
  • Eftirfylgni með rekstri, frávikagreiningar og umbætur.
  • Rekstrarráðgjöf til stjórnenda sviðsins og stuðningur við ákvarðanatöku.
  • Vinna að hagkvæmni og samlegð á rekstri starfsstöðva í samstarfi við stjórnendur.
  • Úrvinnsla og framsetning tölfræðilegra gagna um árangur og líðan barna í skóla- og frístundastarfi.
  • Samskipti og samstarf við hagdeild og mannauðs- og launadeild.
  • Þátttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og nýrra stafrænna verkfæra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunn- og meistarapróf s.s. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða tölfræði.
  • Reynsla af fjárhagsáætlanagerð, rekstrareftirliti og greiningarvinnu.
  • Framúrskarandi kunnátta í Excel og tengdum greiningarforritum.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Afburðagóð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
  • Geta til að tileinka og miðla nýjungum á sviði stafrænnar þjónustu.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.hafnarfjordur.is 
og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar veita Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs (fanney@hafnarfjordur.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í s: 511 1225.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.