Mosfellsbær

Reykjavik

Sviðsstjóri velferðarsviðs

Vilt þú hafa áhrif á velferð íbúa Mosfellsbæjar?

Mosfellsbær leitar að stjórnanda með skýra sýn og brennandi áhuga á velferðarmálum til þess að veita velferðarsviði sveitarfélagsins forystu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og situr í yfirstjórn sveitarfélagsins.

Mosfellsbær er framsækið sveitarfélag sem hefur það markmið að vera í fremstu röð þegar kemur að velferðarþjónustu til íbúa. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á stafræna þróun, innleiðingu farsældarlaganna og vinnur að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu í samvinnu við félags-og húsnæðismálaráðuneytið.

Helstu verkefni og ábyrgð
 

  • Stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir og til samræmis við stefnu Mosfellsbæjar í velferðarmálum hverju sinni 
  • Veitir sviðinu faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega forystu og ber ábyrgð á starfsemi þess 
  • Ber ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlunum velferðarsviðs ásamt annarri áætlanagerð fyrir velferðarsvið 
  • Tryggir faglega, samfellda og einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 
  • Hefur umsjón með starfsemi nefnda og ráða sem heyra undir sviðið og sinnir samskiptum við bæjarstjórn, bæjarráð, önnur sveitarfélög, stofnanir og hagaðila 
  • Hefur eftirlit með framkvæmd samninga sem í gildi eru og heyra undir sviðið 
  • Veitir ráðgjöf og stuðning við stjórnendur á velferðarsviði 
  • Hefur forystu um þróun og innleiðingu nýjunga á sviði velferðarþjónustu, ásamt mati á árangri og eftirliti 
  • Stuðlar að hvetjandi og umbótasinnaðri vinnustaðamenningu þar sem verklag og ábyrgðarsvið eru vel skilgreind   

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði 
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Farsæl reynsla af rekstri og stjórnun með mannaforráð skilyrði 
  • Víðtæk þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og velferðarþjónustu sveitarfélaga 
  • Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun 
  • Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun 
  • Þekking á sviði tæknilausna, hagnýtingu gagna og nýsköpunar í velferðarþjónustu 
  • Góð þekking á helstu upplýsingatæknikerfum 
  • Mikið frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku 

Á velferðarsviði Mosfellsbæjar starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga við almenna félagsþjónustu, sértæka þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, fatlað fólk og aldraða. Mosfellsbær rekur alls 16 starfsstaði á sviði velferðarþjónustu, þar á meðal búsetukjarna, dagþjónustu fyrir fatlaða, félagsstarf fyrir aldraða, auk frístundaklúbbs og skammtímadvalar fyrir fötluð börn. 

Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra er til og með 10. nóvember  2025​​​​Umsókn um starfið skal skilað gegnum www.alfred.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Þriggja manna hæfisnefnd verður ráðgefandi í ráðningarferlinu. 
Upplýsingar um starfið veitir Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis Mosfellsbæjar á netfangið kristjan@mos.is 

Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni. 
 

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.