Iceland Encounter

Reykjavík

Bókunarfulltrúi

Bókunarfulltrúi
Iceland Encounter óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf bókunarfulltrúa. Bókunarfulltrúar fyrirtækisins gegna lykilhlutverki í velgengni þess en þeir tryggja að viðskiptavinir fyrirtækisins fái  framúrskarandi þjónustu og að upplifun þeirra endurspegli þau gæði sem fyrirtækið stendur fyrir. Um er að ræða fullt starf í lifandi umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Bóka gistingu og aðra þjónustu sem tengist ferðum fyrirtækisins
  • Vinna náið með söluteymi og birgjum
  • Útbúa ferðagögn
  • Móttaka og úrvinnsla reikninga frá birgjum
  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Minnst þriggja ára reynsla af bókun og skipulagningu ferða um Ísland
  • Framúrskarandi enskukunnátta i ræðu og riti skilyrði
  • Mjög góð tölvukunnátta, einkum á Word og Excel.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Nákvæm vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur

Iceland Encounter er leiðandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2009 og sérhæfir sig í fágætisferðamennsku. Fyrirtækið býður upp á vandaðar og sérsniðnar ferðir um Ísland fyrir erlenda viðskiptavini.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is)  í síma 511-1225.
 

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum bæði rekstur og mannauð. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.