Múlaþing

Austurland

Sviðsstjóri stjórnsýslu

Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir að ráða sviðsstjóra stjórnsýslu. Viðkomandi ber ábyrgð á faglegri og skilvirkri stjórnsýslu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra og er staðgengill hans. Sviðsstjóri stjórnsýslu starfar samkvæmt stjórnskipulagi og samþykktum Múlaþings og gegnir leiðtogahlutverki sem yfirmaður á stjórnsýslusviði. Sviðsstjóri vinnur náið með sveitarstjóra og öðrum stjórnendum að því að tryggja gott skipulag, gagnsæi og vönduð vinnubrögð í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Undir stjórnsýslusvið heyra einnig menningar-, kynningar- og atvinnumál.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur og eftirfylgni með fundum sveitarstjórnar og byggðaráðs.
  • Ritun og varðveisla fundargerða og opinberra skjala og sér um að afgreiðslur sveitarstjórnar og byggðaráðs komist í réttan farveg.
  • Samhæfing og stuðningur við verkefni sveitarstjóra.
  • Staðgengill sveitarstjóra.
  • Þjónusta við kjörna fulltrúa.
  • Umsjón með stjórnsýsluferlum sveitarfélagsins.
  • Eftirlit með að stjórnsýsla sé í samræmi við lög, reglugerðir og innri verklagsreglur.
  • Þróun og innleiðing verklags og gæðakerfa innan stjórnsýslu.
  • Yfirumsjón með menningarmálum.
  • Yfirumsjón með upplýsinga- og kynningarmálum.
  • Samskipti við íbúa, stofnanir og aðra hagsmunaaðila.
  • Leiðandi í stefnumótun og umbótaverkefnum sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í opinberri stjórnsýslu, lögfræði eða öðrum tengdum fræðum.
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Mikil og haldbær reynsla í opinberri stjórnsýslu og/eða stjórnunarreynsla.
  • Góð þekking á stjórnsýslulögum og regluverki sveitarfélaga.
  • Leiðtoga- og forystuhæfileikar.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og góð skipulagsfærni.
  • Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð færni í íslensku í rituðu og töluðu máli.
  • Mjög góð almenn tölvufærni, s.s. af skjalakerfum og Microsoft 365
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð og gott orðspor.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Múlaþings við ráðningar í störf hjá sveitarfélaginu. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) síma 511 1225.
 

 

 

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.