Múlaþing

Austurland

Sviðsstjóri fjármála

Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf sviðsstjóra fjármála. Viðkomandi ber ábyrgð á  fjármálum og rekstri sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra og starfar samkvæmt stjórnskipulagi og samþykktum Múlaþings.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hefur yfirumsjón og ábyrgð með bókhaldi og afstemmingum.
  • Annast greiningu, úrvinnslu og tölfræðiúrvinnslu gagna úr fjárhagskerfum sveitarfélagsins.
  • Ber ábyrgð á fjárhags-, lánadrottna- og viðskiptamannabókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess í samstarfi við starfsfólk fjármálasviðs.
  • Yfirumsjón og ábyrgð á fjárhagskerfi.
  • Yfirumsjón og ábyrgð á undirkerfum fjárhagskerfis svo sem skuldabréfakerfi, eignakerfi og uppgjörskerfi.
  • Ráðgjöf til stjórnenda sveitarfélagsins með fjármálatengda þætti.
  • Ber ábyrgð á innra eftirliti með fjármunum og áhættustýringu.
  • Heldur utan um ýmsa þjónustusamninga.
  • Ábyrgð með ársfjórðungsskilum sem og öðrum skýrsluskilum fjármálasviðs.
  • Ber ábyrgð á allri uppgjörsvinnu og gerð ársreikninga.
  • Ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana í öllum stofnunum og undirstofnunum sveitarfélagsins.
  • Ber ábyrgð á innheimtu og greiðslum til sveitarfélagsins.
  • Margvísleg upplýsingagjöf m.a. til endurskoðenda.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í viðskiptafræði, rekstrarfræði, hagfræði eða öðrum tengdum fræðum.
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Mikil og haldbær reynsla í opinberri stjórnsýslu, stjórnunarreynsla í bókhaldi, reikningshaldi og áætlanagerð, a.m.k. 5 ár.
  • Leiðtoga- og forystuhæfileikar.
  • Þekking og reynsla af gerð ársreikninga.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Góð þjónustulund, góð skipulagsfærni og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð færni í íslensku í rituðu og töluðu máli.
  • Mjög góð almenn tölvufærni, reynsla af Microsoft 365 og bókhalds- og fjárhagskerfum, s.s. Business Central.
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð og gott orðspor.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Múlaþings við ráðningar í störf hjá sveitarfélaginu. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) síma 511 1225.
 

Lausnamiðað ráðgjafa- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.