Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf sviðsstjóra fjármála. Viðkomandi ber ábyrgð á fjármálum og rekstri sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra og starfar samkvæmt stjórnskipulagi og samþykktum Múlaþings.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur yfirumsjón og ábyrgð með bókhaldi og afstemmingum.
- Annast greiningu, úrvinnslu og tölfræðiúrvinnslu gagna úr fjárhagskerfum sveitarfélagsins.
- Ber ábyrgð á fjárhags-, lánadrottna- og viðskiptamannabókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess í samstarfi við starfsfólk fjármálasviðs.
- Yfirumsjón og ábyrgð á fjárhagskerfi.
- Yfirumsjón og ábyrgð á undirkerfum fjárhagskerfis svo sem skuldabréfakerfi, eignakerfi og uppgjörskerfi.
- Ráðgjöf til stjórnenda sveitarfélagsins með fjármálatengda þætti.
- Ber ábyrgð á innra eftirliti með fjármunum og áhættustýringu.
- Heldur utan um ýmsa þjónustusamninga.
- Ábyrgð með ársfjórðungsskilum sem og öðrum skýrsluskilum fjármálasviðs.
- Ber ábyrgð á allri uppgjörsvinnu og gerð ársreikninga.
- Ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana í öllum stofnunum og undirstofnunum sveitarfélagsins.
- Ber ábyrgð á innheimtu og greiðslum til sveitarfélagsins.
- Margvísleg upplýsingagjöf m.a. til endurskoðenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, rekstrarfræði, hagfræði eða öðrum tengdum fræðum.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
- Mikil og haldbær reynsla í opinberri stjórnsýslu, stjórnunarreynsla í bókhaldi, reikningshaldi og áætlanagerð, a.m.k. 5 ár.
- Leiðtoga- og forystuhæfileikar.
- Þekking og reynsla af gerð ársreikninga.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
- Góð þjónustulund, góð skipulagsfærni og öguð vinnubrögð.
- Mjög góð færni í íslensku í rituðu og töluðu máli.
- Mjög góð almenn tölvufærni, reynsla af Microsoft 365 og bókhalds- og fjárhagskerfum, s.s. Business Central.
- Gerð er krafa um hreint sakavottorð og gott orðspor.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Múlaþings við ráðningar í störf hjá sveitarfélaginu. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.
Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) síma 511 1225.