Krónan leitar að jákvæðum og kraftmiklum aðila með brennandi áhuga á markaðsmálum til að stíga inn í öflugt teymi markaðsdeildar. Um er að ræða afar líflegt og skemmtilegt starf sem felur í sér fjölbreytt verkefni.
Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem þrífst á því að koma hugmyndum í framkvæmd, vinnur vel í teymi, er sjálfstæður og drífandi og getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hugmyndavinna, efnisgerð og áætlun í samvinnu við forstöðumann
- Utanumhald og ábyrgð á birtingaplani
- Umsjón, þátttaka og eftirfylgni með markaðsherferðum
- Umsjón með markaðsefni fyrir stafræna miðla
- Samskipti við viðskiptavini, samstarfsaðila og starfsfólk
- Þátttaka í mótun markaðsskilaboða og önnur tilfallandi verkefni í markaðsdeild
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Þekking á Meta Business Suite/Manager og Google Ads manager
- Hæfni í að greina gögn og miðla þeim áfram til teymis
- Reynsla af umsjón samfélagsmiðla og efnisgerð
- Brennandi áhugi og þekking á markaðsmálum og skapandi efnisgerð
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Gott vald á íslensku og hæfni til textasmíða
- Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Styrkur til heilsueflingar
- Aðgangur að Velferðarþjónustu Krónunnar
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
Krónan býður upp á fjölbreyttan og metnaðarfullan vinnustað þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Hjá Krónunni starfa um 1250 manns, við eigum ánægðustu viðskiptavinina átta ár í röð og erum með jafnlaunavottun VR.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála- og sjálfbærni (freyjal@kronan.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.