Fimleikasamband Íslands

Reykjavík

Framkvæmdastjóri

Fimleikasamband Íslands (FSÍ) óskar eftir öflugum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra sem hefur brennandi áhuga á uppbyggingu íþróttastarfs. Viðkomandi mun leiða daglegan rekstur sambandsins þar sem fagmennska og framtíðarsýn eru höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur sambandsins
  • Ábyrgð á fjármálum og samþykkt reikninga
  • Umsjón með almennum skrifstofustörfum og innri ferlum
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu framtíðarstefnu FSÍ í samráði við stjórn
  • Samskipti og samstarf við aðildarfélög, stjórn FSÍ, nefndir og starfshópa
  • Virk samskipti við Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) og aðra hagsmunaaðila innanlands og erlendis
  • Málsvari FSÍ gagnvart fjölmiðlum og samstarfsaðilum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri og stjórnun, helst innan íþróttahreyfingar eða sambærilegra félagasamtaka
  • Þekking og reynsla af stefnumótun
  • Góð samskiptahæfni og geta til að takast á við erfið og viðkvæm mál
  • Framúrskarandi skipulagsfærni og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sama tíma
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Þekking á íþróttahreyfingunni og starfsumhverfi ÍSÍ er kostur

Um Fimleikasamband Íslands
Fimleikasamband Íslands er eitt af sérsamböndum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og er æðsti aðili fimleikamála innan þeirra raða. FSÍ hefur það hlutverk að halda utan um fimleikaíþróttina á Íslandi og er þjónustuaðili fyrir félögin í landinu, iðkendur og foreldra þeirra. Það er hlutverk Fimleikasambandsins að vinna að framgangi fimleika á Íslandi með því að styðja félögin í uppbyggingu og að þjónusta sé til staðar fyrir öll börn, á þeirra forsendum. 

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar um starfið veitir Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) í síma 511-1225.
 

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.