Viðskiptavinur Intellecta

Reykjavík

Handlagnir og úrræðagóðir einstaklingar með iðnmenntun óskast

Við óskum eftir að ráða iðnmenntaða einstaklinga í fjölbreytt störf og spennandi verkefni hjá viðskiptavinum okkar. Ef þú ert með menntun og/eða reynslu sem smiður, múrari, rafvirki, pípari o.s.frv. viljum við endilega heyra frá þér.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2026. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. 
Nánari upplýsingar veitir Birna Dís Bergsdóttir (birna@intellecta.is) í síma 511 1225.
 

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.