(english below)
Borealis Data Center leitar að metnaðarfullum og skipulögðum lögfræðingi til að ganga til liðs við Legal & Policy teymi fyrirtækisins. Sem Legal Associate munt þú gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við starfsemi Borealis Data Center, meðal annars á sviði stjórnarhátta, samninga og umbóta ferla. Starfið veitir verðmæta reynslu af bæði rekstrarlegum og stefnumótandi lögfræðiverkefnum og styður við áherslu fyrirtækisins á vandaða stjórnarhætti og ábyrgan vöxt. Starfið heyrir undir General Counsel & Head of Policy.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita almennan lögfræðilegan stuðning, m.a. við samninga, skjalamál, innri ferla og stjórnarhætti
- Umsýsla, endurskoðun og eftirfylgni gagna tengdum stjórnarháttum, innra eftirliti og regluverki
- Annast vöktun á nýrri löggjöf og breytingum frá löggjafa og framkvæmir lagalega greiningu og samantektir eftir þörfum
- Aðstoð við gerð, innleiðingu og endurskoðun á stefnum, verklagsreglum og gögnum
- Gerð og yfirferð trúnaðarsamninga (NDA) og annarra viðskiptasamninga, ásamt umsýslu samningsferla
- Samvinna við aðrar deildir til að tryggja að samningar og ferlar styðji við rekstur fyrirtækisins
- Umsýsla mála tengdum félagarétti, þar á meðal umsýsla lögboðinna gagna og aðstoð við stjórnar- og hluthafamál
- Fylgjast með þróun laga á sviði orkumála, gagnavera, upplýsingaöryggis og persónuverndar, og styðja við GDPR-verkefni
- Ber ábyrgð á allri skjölun mála, þar með talið notkun og umsýslu rafrænna undirritunarlausna
Menntun og hæfni:
- Meistarapróf í lögfræði (íslenskt eða sambærilegt alþjóðlegt próf)
- 1–3 ára reynsla af störfum á lögmannsstofu eða í lögfræðideild fyrirtækis er kostur (nýútskrifaðir umsækjendur með sterkan námsárangur koma einnig til greina)
- Grunnþekking á samningarétti, félagarétti, stjórnarháttum og upplýsingarétti
- Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Góð skipulagshæfni, nákvæmni og lausnamiðuð vinnubrögð
- Frumkvæði og áhugi á félaga-, viðskipta- og regluverksmálum
- Traust, fagmennska og rík siðferðiskennd
- Sjálfstæð vinnubrögð ásamt góðri samstarfshæfni
- Vilji til að læra og þróast í alþjóðlegu og ört vaxandi starfsumhverfi
Fríðindi í starfi:
- Samkeppnishæf laun og öflugt, faglegt starfsumhverfi.
- Fjölbreytt og lærdómsríkt starf með raunverulegri ábyrgð og tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu ferla og stefna.
- Náið samstarf og bein leiðsögn frá General Counsel, með góðum tækifærum til að þróa sjálfstæði og faglega dýpt í starfi.
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Alþjóðlegt og fjölbreytt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á heiðarleika, virðingu og samstarf þvert á menningu og bakgrunn.
- Öflugt félagslíf og jákvæð vinnustaðarmenning – starfsmannafélagið stendur reglulega fyrir viðburðum, heilsueflingu og félagsstarfi.
Um Borealis Data Center:
Borealis Data Center er gagnaversfyrirtæki sem rekur sjálfbær gagnaver hér á landi sem og í Finnlandi. Fyrirtækið leggur upp úr sjálfbærni og notar endurnýjanlega og kolefnislausa orku. Borealis býður upp á sterka gagnaverslausn fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót og/eða stækka starfsemi sína til norðlægra staða.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) í síma 511 1225.
The Legal Associate supports Borealis Data Center’s Legal & Policy function by providing day-to-day legal assistance across corporate, commercial, and governance matters. The role contributes to maintaining high standards of legal integrity, operational compliance, and organizational accountability.
Working under the direction of the General Counsel & Head of Policy, the Legal Associate assists in drafting and reviewing contracts, supporting entity management and data protection activities, and helping to ensure that company policies, governance processes, and documentation align with regulatory and corporate requirements.
Key Responsibilities:
General Legal and Administrative Support
- Assist in the ongoing development of legal templates, internal processes, and record management systems.
- Support the maintenance and improvement of the company’s internal governance documentation.
- Contribute to internal monitoring, reporting, and follow-up of legal and governance matters.
- Support cross-departmental initiatives requiring legal input or documentation management.
- Conduct legal research and prepare concise summaries on relevant legislative or regulatory topics.
- Assist in the preparation and periodic review of policies, procedures, and risk documentation.
Contracts and Commercial Support
- Draft, review, and coordinate NDAs, supplier and client contracts, and other commercial agreements under supervision.
- Support contract lifecycle management and track obligations, renewals, and approvals.
- Coordinate with internal stakeholders to gather input and ensure contracts align with business needs and company standards.
Corporate and Entity Management
- Maintain corporate records, registers, and statutory documentation for group entities.
- Support the preparation of Board and shareholder documentation and assist with corporate filings.
- Ensure consistent documentation, structure, and version control across entities and governance systems.
Specialised Legal Areas
- Maintain awareness of legal and regulatory developments related to energy law, data center operations, information security and data protection.
- Support GDPR and information security compliance efforts by assisting with documentation, recordkeeping, and process follow-up.
Qualifications and Experience:
- Master’s degree in Law (Icelandic or equivalent international degree).
- 1–3 years of experience from a law firm or an in-house legal department is an advantage
- (recent graduates with strong academic performance may also be considered).
- Basic knowledge of contract law, corporate law, corporate governance, and information law.
- Excellent written and verbal communication skills in Icelandic and English.
- Strong organizational skills, attention to detail, and a solution-oriented approach.
- Proactive with a strong interest in corporate, commercial, and regulatory matters.
- Professional, trustworthy, and demonstrating high ethical standards.
- Able to work independently while collaborating effectively with others.
- Motivated to learn and develop in a dynamic, international working environment.
Benefits:
- Competitive salary and a strong, professional working environment.
- A diverse and rewarding role with real responsibility and opportunities to influence the development of processes and policies.
- Close collaboration and direct mentorship from the General Counsel, with strong opportunities to build independence and professional depth.
- A flexible working environment that supports a healthy work–life balance.
- An international and diverse workplace that values integrity, respect, and collaboration across cultures and backgrounds.
- A vibrant social environment and positive workplace culture – the employee association regularly organizes events, wellness initiatives, and social activities.
Application deadline is through January 21st, 2026. Applications are to be submitted via www.intellecta.is and must include a CV and a cover letter explaining the reason for applying and the applicant’s relevant qualifications. Interested candidates of all genders are encouraged to apply. All applications and inquiries will be treated confidentially and answered after the recruitment process is completed.
For further information, please contact Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) at +354 511 1225.