Viðskiptavinur Intellecta

Viltu starfa á landsbyggðinni?

Við fáum reglulega beiðnir frá viðskiptavinum okkar um að útvega einstaklinga í störf sérfræðinga og stjórnenda sem hafa áhuga á að starfa fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á landsbyggðinni. 

Tilvalið tækifæri m.a. fyrir ungt fólk sem vill:

  • Bæta verðmætri reynslu á ferilskrána
  • Taka næstu skref í starfsþróun
  • Hafa raunveruleg áhrif í nærsamfélagi

Af hverju landsbyggðin?

  • Frábær kostur fyrir fjölskyldur með börn
  • Gott aðgengi að leikskólum og grunnskólum
  • Styttri ferðatími og minni umferðarþungi
  • Öflugt samfélag og gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni með miklum vaxtarmöguleikum

Við erum opin fyrir umsóknum frá sérfræðingum á ýmsum sviðum og metum jafnt reynslu, drifkraft og löngun til að vaxa í starfi.

Áhugasöm eru hvött til að hafa samband eða senda inn umsókn.

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.