Landslög lögfræðistofa

Reykjavík

Móttökuritari / Aðstoðarmaður lögmanna

Landslög lögfræðistofa óskar eftir að ráða skipulagðan og áreiðanlegan einstakling með ríka þjónustulund í starf móttökuritara/aðstoðarmanns lögmanna.

Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem móttaka viðskiptavina og aðstoð við daglegan rekstur stofunnar eru í forgrunni. Starfið krefst faglegra vinnubragða, nákvæmni og að viðkomandi búi yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun, móttaka gesta og samskipti við viðskiptavini
  • Móttaka, skráning og dreifing pósts og skjala
  • Umsjón með fundarherbergjum og sameign
  • Skipulagning funda, veitinga og annarra viðburða á vegum Landslaga
  • Skjalavinnsla og aðstoð við gerð dómsskjala og frágang málsgagna
  • Innkaup, birgðahald og samskipti við þjónustuaðila og birgja
  • Sendiferðir og önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Reynsla af móttöku- og/eða skrifstofustörfum er kostur
  • Góð skipulagshæfni, nákvæmni og sveigjanleiki
  • Rík þjónustulund, faglegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð færni í íslensku í ræðu og riti, enskukunnátta er kostur
  • Geta til að vinna með trúnaðargögn af fyllstu ábyrgð

Landslög bjóða

  • Fjölbreytt og ábyrgðarfullt starf á rótgróinni lögfræðistofu
  • Faglegt, traust og gott starfsumhverfi
  • Tækifæri til að öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi lögmannsstofu

 
Landslög lögfræðistofa veitir sérhæfða og heildstæða ráðgjöf á öllum helstu sviðum lögfræðinnar, en viðskiptavinir stofunnar eru bæði innlend og erlend fyrirtæki, sveitarfélög, opinberar stofnanir og einstaklingar. Hjá Landslögum starfa 25 lögfræðingar og aðstoðarmenn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landslaga www.landslog.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2026. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður yfir umsóknir jafnóðum og þær berast. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og umsækjendum svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.