Saltverk óskar eftir að ráða skapandi, sjálfstæðan og hugmyndaríkan einstakling í stöðu efnis- og samfélagsmiðlasérfræðings. Viðkomandi mun leiða daglega framleiðslu, skipulagningu og birtingu efnis fyrir erlenda markaði, með megináherslu á Bandaríkin.
Starfið er staðsett á Íslandi og felur í sér nána samvinnu við stjórnendur Saltverks. Meginhlutverk viðkomandi er að segja sögu Saltverks á sjónrænan, trúverðugan og samræmdan hátt, þvert á stafræna miðla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hugmyndavinna, þróun og framleiðsla skapandi efnis fyrir samfélagsmiðla, einkum Instagram og TikTok
- Gerð og vinnsla myndbands- og ljósmyndaefnis
- Umsjón með birtingu efnis og skipulagi efnisdagskrár
- Aðlögun efnis að bandarískum markaði og alþjóðlegum straumum á stafrænu formi
- Gerð og umsýsla fréttabréfa
- Markviss notkun gervigreindartóla í hugmyndavinnu, textaskrifum og efnisgerð
- Árangursmælingar efnis og stöðug þróun á nálgun þess og framsetningu
- Samvinna við stofnendur, skapandi stjórnanda og samstarfsaðila
- Tryggja að allt efni sé í samræmi við ásýnd vörumerkisins á öllum miðlum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af efnisgerð og umsjón samfélagsmiðla, sérstaklega Instagram og TikTok
- Skapandi hugmyndavinna, sjónrænn skilningur og næmi fyrir tíðaranda
- Grunnfærni í myndbandsgerð og/eða klippingu
- Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti, sérstaklega með tilliti til erlendra markaða
- Þekking á uppbyggingu og þróun vörumerkja í samræmi við stefnu þeirra
- Reynsla af gerð og umsýslu fréttabréfa er kostur
- Áhugi og reynsla af notkun gervigreindartóla
- Þekking á Canva, Photoshop, Meta Business Suite/Manager og Google Ads manager
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð skipulags- og samstarfshæfni
- Góð íslenskukunnátta
Um Saltverk
Saltverk er sjálfbær íslenskur framleiðandi sjávarsalts, staðsett á Reykjanesi á Vestfjörðum, þar sem sjór, jarðhiti og tími móta vöruna. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 með það að markmiði að framleiða hágæða salt með aðferðum sem virða náttúru og uppruna hráefnisins.
Saltverk nýtir jarðvarmaorku til að gufa upp hreinan sjó úr nærliggjandi firði og er framleiðslan alfarið sjálfbær. Allt salt er unnið í litlum skömmtum, án íblöndunarefna, með áherslu á bragð, áferð og fagurfræði.
Saltverk hefur byggt upp sterkt vörumerki á erlendum mörkuðum og selur vörur sínar í Evrópu og Bandaríkjunum, bæði í gegnum netverslun, sérvaldar verslanir og til fagfólks í matargerð. Vörumerkið nýtur trausts meðal fólks sem leggur áherslu á gæði, sjálfbærni og skýran uppruna.
Saltverk er ekki aðeins salt, heldur saga um stað, handverk og einfaldleika, mótuð af íslenskri náttúru.
Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir reynslu, áhuga og því hvernig umsækjandi myndi nálgast efnisgerð fyrir Saltverk á erlendum mörkuðum.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is).