Dýrheimar

Kopavogur

Vöruhúsastjóri

Dýrheimar óska eftir að ráða öflugan og skipulagðan einstakling í starf vöruhúsastjóra. Leitað er að jákvæðum aðila sem er tilbúinn til að starfa í hröðu þekkingarteymi. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni:

  • Dagleg stjórnun vöruhúss
  • Móttaka og tiltekt pantana
  • Vörumóttaka og gámalosun
  • Umsjón með útkeyrslu pantana sem og tilfallandi útkeyrsla
  • Umhirða og eftirlit með vöruhúsi, vörulager, athafnasvæði, ökutækjum og léttitækjum
  • Umsjón með vörustöndum (uppsetning og niðurtaka hjá viðskiptavinum)
  • Reglulegar vörutalningar, þar á meðal árslokatalningar
  • Regluleg upplýsingagjöf til yfirmanns um málefni vöruhúss og útkeyrslu
     

Reynsla og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vöruhúsastýringu
  • Góð tölvufærni, þekking á Office kerfum og reynsla af Buisness Central (BC)
  • Rík þjónustulund og leiðtogafærni
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og lausnamiðuð hugsun
  • Góð samskiptafærni, stundvísi og snyrtimennska
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
     

Um Dýrheima:
Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin. Dýrheimar hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun og er nú orðið að samfélagi ábyrgra hunda- og kattaeigenda í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi í Kópavogi. Í samfélagi Dýrheima má m.a. finna fræðslusetur, heilsutékk, verslun og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2025 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.isog þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. 

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) í síma 511-1225.  
 

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.