Náttúruverndarstofnun

Hvolsvöllur

Mannauðs- og launafulltrúi

Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf mannauðs- og launafulltrúa. Leitað er að nákvæmum og skipulögðum einstaklingi með góða samskiptafærni.
Um fullt starf er að ræða og mun mannauðs- og launafulltrúi tilheyra sviði mannauðsmála og heyra undir sviðsstjóra. Æskilegt er að viðkomandi verði með starfsstöð á höfuðstöðvum stofnunarinnar á Hvolsvelli eða annarri starfsstöð stofnunarinnar á landsbyggðinni. 
Náttúruverndarstofnun starfar á 16 starfsstöðvum um allt land.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með vakta- og viðverukerfi, skráningum vakta, tímaskráningum og uppgjöri vinnuskýrslna í samvinnu við stjórnendur
  • Umsjón með undirbúningi launavinnslu, skráningu launaforsendna og annarri skráningu í launa- og mannauðskerfi
  • Þátttaka í gerð ráðningarsamninga og móttaka nýs starfsfólks, upplýsingagjöf og gagnaöflun við upphaf starfs og frágangur við starfslok 
  • Upplýsingagjöf um mannauðs- og launamál, þróun mælikvarða og skýrslugerð
  • Þátttaka í öðrum mannauðsmálum svo sem ráðningum, starfsþróun, mótun vinnustaðamenningar auk úrvinnslu og eftirfylgni vinnustaðagreininga í samvinnu við sviðsstjóra
  • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk og stjórnendur á sviði mannauðs- og launamála

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða viðskiptafræði
  • Þekking og/eða reynsla af launavinnslu er æskileg
  • Reynsla af störfum við mannauðsmál er æskileg
  • Þekking á Orra, launakerfi ríkisins og/eða Vinnustund er kostur
  • Góð greiningarfærni og færni í framsetningu gagna 
  • Góð samskiptafærni, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Nákvæmni og skipulagshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku 
  • Áhugi á náttúruvernd og umhverfismálum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið:
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og skal henni fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um Náttúruverndarstofnun:
Hjá Náttúruverndarstofnun starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri starfa um 100 manns hjá stofnuninni en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 200. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru 16. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í s: 511 1225.
 

Lausnamiðað ráðgjafar- og ráðningafyrirtæki

Intellecta er kraftmikið ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki með einstaka samsetningu sem gerir það að verkum að við þekkjum allt frá stefnumótun, ferlum og mannauð til upplýsingatækni. Við leggjum upp með að ráðgjöf okkar sé skýr, gagnleg og raunveruleg breyting til batnaðar.